Frábært, loksins einhver sem þorir.

Ég segi það enn og aftur, Björn Þorri á heyður skilinn fyrir baráttu sína fyrir fólkið í landinu, jafnvel þó hann fái borgað fyrir einhvern þátt af þeirri vinnu, það eru ekki margir, ef nokkur, sem hefur komið fram með eins beittar spurningar til ráðamanna og eins góðar skýringar á því sem gerðist og hann.

Það er frábært að einhver hafi loksins tekið sig til og kært bankana fyrir það sem allir hafa talað um en enginn gert neitt í fyrr, þ.e. að kæra þá fyrir að lána fólki gengisbundin lán og eyðileggja svo krónuna og íslensk hagkerfi á sama tíma. Mér skilst að þau erlendu lán sem bankarnir voru svo "góðir" að lána okkur til 40 ára hafi þeir fjármagnað með lántökum erlendis til 6 mánaða til fimm ára mest, þannig að það er eins og þeir hafi aldrei gert ráð fyrir að góðærið entist lengur en það eða þá að þeir hafi vitað að þetta mundi aldrei ganga og voru bara að safna í sarpinn til að geta lánað vildarvinum sínum svo sem Tengiz, Jóni Ásgeiri og fleirum.


mbl.is Kaupþing kært fyrir stórfelld fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband