Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Björn Þorri á heiður skilinn fyrir baráttu sína.

Alveg sammála öllu sem þarna kemur fram, ef ekkert verður gert og fjöldi fólks verður gjaldþrota þá fer mikið af því fólki, sárt og reitt, til útlanda og kemur sennilega aldrei aftur, þeir sem eftir verða hér á landi verða í neðanjarðarhagkerfi, jafnvel til framtíðar vegna þess að einhver getur keypt kröfuna og haldið henni við endalaust. Þessi nýju lög sem áttu að létta undir með þeim sem lenda í því að verða gjaldþrota gera ekkert annað, sýnist mér, en aðeins meiri vinnu fyrir þann sem á kröfuna, því eins og var samkvæmt gömlu lögunum þá þurfti að viðhalda kröfu á fimm ára fresti en núna á tveggja ára fresti.  
mbl.is Horfa grímulaust á eignirnar brenna upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðilegt fyrir heimilin í landinu ef rétt reynist

Þetta verður endapunkturinn fyrir allmarga ef rétt reynist. Lánin hafa þegar hækkað um c.a. 23 % frá október 2007 og eignir lækkað að nafnvirði um 10 % og að raunvirði um 25 %. Tökum dæmi: Ungt fólk átti 4 milljónir og keypti íbúð á segjum 20 milljónir í október 2007 og fékk 16 milljónir. þ.e. 80 % lán hjá Íbúðalánasjóð. Þetta unga fólk á í dag eign sem er verðmetinn á c.a. 18 m, m.v. 10 % lækkun á nafnvirði og á meðan hefur lánið hækkað upp í 19,7 m. Ef þetta fólk neyðist til að selja íbúðina sína í dag, segjum vegna þess að Lýsing, Avant eða S.P. fjármögnun er komið á eftir þeim með bílalánið sem komið er í vanskil þá tapa þau auðvitað þessum 4 m. sem þau áttu í íbúðinni og ekki nóg með það, þau þurfa að borga með íbúðinni 1,7 m til að geta selt hana þannig að heildartap þeirra er 5,7 m. miðað við þetta dæmi. Það sér það hver heilvita maður að þetta ástand er ekki viðunandi og hvað þá ef spá Seðlabankans rætist um 46 % raunlækkun fasteigna, það má bara ekki gerast að það rætist því þá held ég að allt of margir sem standa í dag betur en þetta unga dæmisfólk séu komin með neikvæða eiginfjárstöðu og þá gefst fólk bara upp með tilheyrandi skilnaðaröldu og öðrum leiðinlegum fylgikvillum fjármálavandræða. Tölum þetta frekar upp og stöndum saman, förum á morgun kl 13 fyrir framan Alþingishúsið og mótmælum úrræðaleysi og vangetu þessarar stjórnar sem er að reyna að lengja líf sitt þessa dagana og hefur tekið allt of langan tíma í það meðan heimilin brenna upp á skuldabálinu og fjölskildur kveljast.   


mbl.is 46% raunlækkun fasteigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband