Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Þú segir ekki

Hvenær koma erlendu bankarnir hingað til lands svo við þurfum ekki að treysta á íslensku bankana sem eru búnir að sýna og sanna að þeir vilja ekkert með okkur hafa og snúa við okkur bakinu um leið og færi gafst. Ekki fyrir svo löngu þá mátti maður ekki labba fram hjá banka án þess að hann dældi peningum í vasann hjá manni en nú fær maður ekkert þó maður fari inn og á hnéin. Hélt að íslensku bankarnir væru með þessar fínu greiningadeildir og alls konar deildir sem hefðu átt að vara þá við þessum hremmingum sem nú eru komnar fram og þar að auki skildi ég aldrei hvað þeir væru að gera inn á húsnæðismarkaðinn því þeir voru ekki að fara inn á hann til að bjóða þessa 4,15 % vexti sem voru á þeim tíma. Á uppgangstímunum þá kepptust greiningadeildir bankanna við að segja okkur að þessar verðhækkanir á húsnæði væru eðlilegar og í takt við og leiðrétting á okkar markaði til jafns við þá markaði sem við miðum okkur almennt við. Enda er ég viss um að það er rétt, þ.e. að verð hér á landi var langt á eftir verði í þeim löndum sem við erum alltaf að miða okkur við og þar að auki vil ég meina að verð hér eigi jafnvel að vera hærra en í þessum viðmiðunarlöndum okkar, bæði vegna þess hvað hér er allmennt gott að búa og svo eiga eftir að streyma hingað erlendir aðilar í efnaðri kantinum í friðinn og öryggið sem hér er, svona oftast.
mbl.is Útlán of lítil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband