Landráð og það ekki í fyrsta skiptið.

Það er ekkert annað en landráð þegar forsætisráðherra, eða frú, beitir sér gegn eigin þjóð til að bjarga fjármálageiranum sem er að meginhluta í eigu erlendra aðila og þar að auki vogunarsjóða og annara sem hafa verið að leika sér að því að ræna okkur í gegnum eignarhald á kröfum sem þeir keyptu á hrakvirði í hruninu. Ef skammsýnin er það mikil að hún nær ekki út fyrir Íbúðalánasjóð, eins og mér þykir þó vænt um þann sjóð og vill honum allt hið besta, þá er ekki nema von að svona sé komið fyrir Íslendingum í dag. 
  
Landráð eru útskýrð svona í Íslenskri orðabók Eddu: Brot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis út á við eða inn á við. Annað orð yfir landráð er föðurlandssvik.
Í tíunda kafla almennra hegningarlaga er fjallað um landráð og viðurlög við þeim. Þar segir meðal annars í 91. grein: Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum. 
 Mér þykir þetta vera borðleggjandi, hvað finnst þér.

mbl.is Jóhanna vildi ekki afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þetta eru LANDRÁÐ!

Sigurður Haraldsson, 31.8.2011 kl. 02:43

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helferðarhyskið væri bæði  hægt að flokka sem landráðafólk og þjóðníðinga samkvæmt öllum skinsamlegum skilgreiningum. 

Magnús Sigurðsson, 31.8.2011 kl. 07:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alþingi á að taka þetta fyrir og krefjast rannsóknar, ef það gerir það ekki þá er Alþingi íslendingar jafnsekt og Jóhanna.  Hún og Steingrímur eiga að fara fyrir landsdóm.

14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2011 kl. 10:34

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Ásthildur og við má bæta Icesave klúðrinu hjá þeim sem ekki var bara einu sinni reynt að klína á okkur!

Sigurður Haraldsson, 31.8.2011 kl. 13:33

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessi fullyrðing Guðmundar Andra stens ekki og er því haugalygi. Ári eftir hrun var ekki enn búið að endrureisa bankana og því voru lánasöfnin enn í eigu þrotabúa gömlu bankanna. Þar með höfðu hvorkki nýju bankarnir né stjórnvöld nokkuð um það að segja hvort þau væru lækkuð eða ekki. Það voru kröfuhafarnir í þrotabú gömlu bankanna sem réðu því. Á þessum tíma stóðu yfir samningaviðræður við kröfuhafana um verð þessara lánasafna. Hafa verður í huga að meðan á því ferli stóð áttu kröfuhafarnir alltaf þann kost að selja einfaldlega ekki lánsföfnin heldur innheimta þau sjáflir. Ekki er ég viss um að það hefði orðið lántökum til hagsbóta. Það þurfti því að ná lendingu um verð sem fengi kröfuhafana til að telja það jafn góðan eða betri kost að selja heldur en að innheimta lánin sjáflir.

Það voru kröfuafarnir sem harðneituðu að gefa nokkuð eftir af innheimtanlegum lánum og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar kom í veg fyrir að hægt væri að þvinga þá til þess. Það fengust því engar afskriftir af lánasöfnunum þegar þau voru seld yfir til nýju bankanna sem dekkað gætu flata niðurfellingu heldur aðeins það sem þurfti til að dekka tapaðar kröfur. Því er það rangt sem Guðmundru Ásgeirsson segir hér og Hagsmunasamtök heimilanna, Framfsóknarflokkurinn og fleiri hafa sagt að það hefði verið hægt að lækka lánin almennt án þess að reikningrinn heðfi lent á skattgreiðendum. Nýju bankarnir fengu einfaldlega ekki afslátt sem gaf tækifæri á þessu og því hefði það lent á nýju bönkunum en ekki kröfuhöfum í þrotabú gömlu bankanna að greiða kostnaðinn af þeim lækkunm eða leiðréttingum eins og sumir vilja kalla það. Þar með hefði ríkissjóður þurft að láta nýju bönkunum í té fé til að dekka þessa afslætti til viðbótar við það sem þurfti að leggja þeim til svo þeir næður 16% lágmarks eigin fé. Svo hefði ríkissjóður líka þurft að dekka þetta tap hjá Íbúðalánsjóði.

Það er því einföld staðreynd að það var aldrei möguleiki að framkvæma almemna lækkn lána á kostnað kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna heldur hefði kostnaðurinn alltaf lennt á skattgreiðendum. Valið hefur því alltaf staðið milli þess að lántakar greiði sjálfir lán sín að fullu með verðbótum eða að skattgreiðendur greiði hluta þeirra fyrir þá. Aðrir kostir hafa aldrei verið í boði nema þá hugsanlega að lífeyrisþegar tækju hluta kostnaðarins á sig í formi lækkaðra greiðslna frá lífeyrissjóðum sínum ef lífeyrissjóðirnir hefðu þurft að taka hlua skellsins á sig.

Sigurður M Grétarsson, 2.9.2011 kl. 00:02

6 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Sigurður M Grétarsson fyrirgefðu hvað ég svara þessu seint, tók bara ekki eftir þessu innleggi hjá þér fyrr en halt þú bara áfram að vera viðskiptafræðingur, Kópavogsbúi, mikill jafnaðarmaður og flokksbundinn í Samfylkingunni eins og þú segir sjálfur svo fjálglega frá á síðunni þinni, það er eitt sem þú gleymir að nefna þar og það er að þú virðist hafa verið heilaþveginn í leiðinni. Það er búið að svara þessari grýlu sem þú heldur fram um að grei bankarnir hefi ekki og geti ekki gert neitt nema það kosti skattborgarana og lífeyrisþegana svo og svo mikið svo oft og svo vel að ég ætla ekki einu sinni að reyna að fara einu sinni aftur yfir það með þér.

Eina spurning mín til þín er: Hefur þú og þinn flokkur aldrei leitt hugann að því hvað þetta kostar almenning í landinu að fara þá leið sem þú ert svona sáttur við, þ.e. að lofa "grei" bönkunum að ræna öllu sem hægt er að ræna af venjulegum heimilum landsins, þar á meðan Samfylkingarheimilum, hvers vegna heldur þú að fylgið hrynji svona af Samfylkingunni.   

Annars vil ég ekki flokksgera eða pólitíka þessa umræðu hjá mér, mér er í raun alveg sana hver eða hvaðflokkur kemur okkur Íslendingum út úr þeim hremmingum sem við erum í, bara ef einhver þeirra gerir það. Þetta snýst ekki lengur um pólitík heldur um að koma okkar frábæra landi og þjóð út úr þessum vítahring sem við getum ef við bara viljum og stöndum saman en til þess verðum við að nenna að allavega fara í tölvuna og skrá okkur í neðangreinda undirskriftarsöfnun Hagsmunasamtaka heimilanna.

Hvet alla til að fara inn á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna, sem er heimilin.is og taka þátt í undirskriftarsöfnun okkar um áskorunar til stjórnvalda um afnám verðtryggingar á heimilslánum ásamt leiðréttingu stökkbreyttra verðtryggðra og gengislána með kröfu um þjóðarathvæðagreiðslu ef stjórnvöld hafa ekki dug í sér til að gera þetta af sjálsdáðum fyrir áramót.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 10.9.2011 kl. 23:45

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er ódýr málflutningur að ásaka þá sem eru manni ekki sammála um að vera "heildþvegnir". Miðað við þín skrif þá sýnist mér að þú sért að kasta steini úr glerhúsi þegar þú ert að segja aðra vera heilaþvegna eins rækilega og þú endursegir bullið frá Hagsmunasamtökum heimilanna og Marinó G. Njálssyni.

Það er alveg rétt að fullyrðingunni (grílunni) um að ekki sé hægt að framkvæma flata lækkun lána án þess að skattgreiðendur þurfi að greiða fyrir það hefur oft verið svarað en það breytir því ekki að hún hefur aldrei verið hrakinn. Enda er hún rétt. Staðreyndin er einfaldlega sú að þær uppskrfitir sem HH, Marinó og Framsóknarflokkurinn hafa komið með um það hvernig hægt sé að gera þetta eða hefði verið hægt að gera þetta eiga allar það sameiginlegt að ganga ekki upp í raun. Það er þó hlutur sem ég geri mér grein fyrir akkúrat af því að ég er viðskiptafræðingur.

Aðalástæða þess að þessar uppskriftir ganga ekki upp er sú að þær gera ráð fyrir því að leiðréttingin sé fjármögnuð með að nota þær niðurfærslur á verði lánasafna gömlu bankanna við kaup nýju bankanna á þeim til að framkvæma þessa flötu niðurfellingu. Gallinn við þá leið er sá að þessum niðurfærslum er ætlað að mæta útlánatöpum vegna þess að stór hluti lántaka eru ekki borgunarmenn fyrir sínum skuldum og það er ekkert sem bendir til þess að einhver afgangur verði af þessum niðurfellingum þegar búið er að gera það. HH og Marinó tala meira að segja eins og það sé valkostur sem hægt er að velja á milli að nota þessar niðurfellingar til að mæta óhjákvæmilega töðuuðum kröfum eða til flatrar niðurfellingar. Þeir tala umj 110% leiðina sem fármánlega og óskynsamlega og hefðu frekar viljað nota þær upphæðir sem í það fóru til flatrar niðurfellingar. Vissulega er það rétt að skuldir umfram 110% af verðmæti eigna eru ekki í öllum tilfellum tapað fé en það eru það miklar undantekningar að það svarar varla kostnaði að reyna að innheimta það sem þar er umfram og jafnvel þó einhver hagnaður kæmi út úr því þá er það varla mikið til skiptanna til flatrar niðurfellingar.

Varðandi þessar niðurfærslur þá hefur það komið fram að kröfuhafar í þrotabú gömlu bankanna börðust fyrir hverri einustu krónu og harðneituðu að gefa eftir innheimtanlegar kröfur. Það voru fengnar tvær alþjóðlegar ráðgjafastofur með sérþekkingu á mati á eignasöfnum eins og þessum til að verðmeta eignasöfnin út frá því hversu mikið væri hægt að reikna með að ná inn af þeim. Í ljósi þess að kröfuhafarnir neituðu alfarið að gefa eftir innheimtanlegar kröfur miðaðist verðmatið einingis við óhjákvæmileg útlánaöp. Þessar ráðgjafaskrifstofur höfðu aðgang að öllum gögnum og voru gerðar með þeim ýtarlegar úttektir á stöðu skuldara. Út frá niðurstöðum úr útreikningum þessara ráðgjafastofa voru lánasöfnin verðmetin.

Hagsmunasamtök heimilanna og Marinó G. Njálsson hafa komið fram með alls konar tölur þeim fullyrðingum sínum til stuðnings að verulegt svigrúm sé til flatrar niðurfellingar skulda þvi niðurfærslurnar hafi verið mun meiri en þurfi til að mæta óhjákvæmilegum útlánatöðum bankanna. Þetta fullyrða þau án þess að hafa séð þau gögn sem nauðsynlegt er að hafa til að geta lagt mat á þetta og alþjóðlegu ráðgjafafyrirtækin höfðu aðgang að. HH og Marinó skauta líka framhjá þeirri staðreynd að upphaflegt verðmat miðaðist við verstu hugsanlegu niðurstöðu varðandi efnahagslega þróun á Íslandi næstu árin og er í öllum samningunum endurskoðnarákvæði árið 2012 þar sem staðan er metin upp á nýtt og ef þá lítur út fyrir betri innheimtur þurfa bankarnir að greiða meira fyrir lánasöfnin. Hugsanlegt er þó að gengislánadómurinn geri það að verkum að lítið komi til greiðslu þá.

Það er því alveg ljóst að fullyrðingar HH og Marinós um að niðurfærslur lánasafna gömlu bankanna gefi svigrúm fyrir nýju bankana til flatrar niðurfellingar skulda er byggð á útreikningum fólks með takmarkaða þekkingu á verðmati lánasafna sem ekki hafa nauðsynleg gögn í höndunum til að leggja mat á slíkt. Þessi fullyrðing innifelur það í sér að alþjóðlegu ráðgjafafyrirtækin með menn á sínum snærum með sérþekkingu á slikum útreikningum og með aðgang að nauðynlegum gögnum hafi reiknað rangt.

Þeir sem samt trúa því að útreikningar HH og Marinós séu réttir en útreikningar alþjóðlgur ráðgjafafyritækjanna séu rangir hafa ekki efin á að ásaka aðra um að vera heilaþvegnir. Þegar þeir gera það þá eru þeir svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi.

Svo skulum við ekki gleyma þeirri staðreynd að það stenst ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að setja lög um lækkun skulda heimilanna. Þessi undirstkfrifasöfnun HH snýst því um kröfu umk að stjórnvöld framkvæmi hlut sem þau hafa ekki valdl til að framkvæma. Hvað aðrar kröfur þeirra í þessari undirskriftasöfnun varðar þá er mjög ólíklegt að ef stjórnvöld setua þær reglur um húsnæðislán sem þar er gerð krafa um verði mikill áhugi meðal fagfjárfesta að leggja fé í húsnæðislán nema þá með svimandi háum vöxtum og þá er ég aðtala um samanburð við núverandi vaxtastig. Það gengur nefnilega ekki upp að gera kröfu um vexti sem miðast við áhættulitla fjárfestingu þegar menn ætla á sama tíma að setja verulega áhættu yfir á lanveitanda. Verði sett lög með þeim hætti stöndum við einfaldlega frammi fyrir skorti á lánsfé til húsæðislána og þá þarf að fara að taka upp einhvers konar skömmtun á lánsfé auk þess sem fólk þarf þá að fjármagna sig að stórum hltua með dýrum skammtímalánum í stað langtímalána. Það verður húsnæðiskaupendum ekki í hag.

Því hvet ég alla sem vilja heilbrigðan húsnæðislánamrkað í framtíðinni og vilja ekki taka á sig milklar skattahækkanir og sársaukafullan niðuskurð ríkisútgjalda til töluvert langrar framtíðar til að fjármagna flata lækkun húsnæðslána að hundsa undirskriftasöfnun HH og óska eftir að verða teknir af listanum hafi þeir þegar skrifað undir.

Höfum í huga orð þeirra stjórnarmanna í HH sem hafa sagt sig úr stjórn nýlega með þeim orðum að HH séu orðin öfgasamtök sem tala fyrir munn öfgaaflanna í VG og Hreifingunni. Þetta eru öfgasamtök og hafa alltaf verið. Þau hafa alla tíð blekkt fólk með fullyrðingum um að hægt sé að lækka lán flatt yfir án verulegs kostnaðar ríkissjóðs auk fullyrðinga um að stjórnaskráin sé því ekki til fyristöðu og hafa þar að auki rægt niður þær lausnir sem þó hafa verið í boði og bjargað þúsundum heimila úr alvarlegum greiðsluvandræðum. Þessar lausnir hefðu að öllum líkindum bjargað þúsundum fjölskyldnar í viðbót frá alvarlegum greiðsluvandræðum hefðu þær nýtt sér þessi úrræði. Stór hluti ástæðu þess að margar þeirra fjölskyldna sem hefðu getað komist úr alverlegum greiðsluvandræðum með því að nýta sér þessi úrræði er einmitt málflutningur HH og Marinós. Það er því alveg ljóst að það væru mun færri fjölskyldur í alvarlegum greiðsluvandræðum en er í dag ef Hagsmunasamtök heimilanna hefðu aldrei verið stofnuð.

Það er hægt að kalla ýmsa hluti "rán" en við komumst ekki framhjá þeirri staðreynd að meðan bankarnir hafa stjórnarkrárvarinn rétt til að innheimta kröfur sem til komnar eru með samningum sem ekki hafa verið dæmdir ólöglegir þá geta stjórnvöld lítið gert í því. Það er því út í hött og getur ekki talist til neins annars en ómerkilegs skítksts að kenna stjórnvöldum um að heimila bönkunum að "ræna" heimili landsins. Stjórnvöld á hverjum tíma verða að velja leiðir sem þau hafa vald og fjárhagslega burði til að framkvæma. Vissulega hefði verið hægt að gera ýmislegt betur og ég er ekki að halda því fram að aðgerðir stjórnvalda hafi verið fullkomnar. Ég sjálfur hefði gert ýmislegt öðruvísi heði ég ráðið. Hins vegar er það mjög ósanngjörn fullyrðing að stjórnvöld hafi lítið sem ekkert gert því þau hafa ekki haft úr miklu að moða við þann þrönga fjárhag sem ríkissjóður hefur staðið frammi fyrir. Þegar sú staða er skoðuð sem stjórnvöld hafa verið í þá er líka mjög ósanngjarnt að segja það að stjórnvöld hafi ekki staðið við þá stefnu sína að "slá skjaldborg um heimilin". Það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að sum heimili verði gjaldþrota, það gerist meira að segja í góðæri. Það er heldur ekki sanngjarn málflutningur að horfa til aðgerða sem krafist hefur verið en er utan við valdsvið og fjárhagslega burði stjórnvalda til að framkvæma og segja að af því að þau hafa ekki framvkæmt það þá hafi þau ekki staðið við það að "slá skjaldborg um heimilin".

Við þurfum að hætta að blekkja okkur sjálf með bulli um að hægt sé að lækka skudlir flatt án verulegs kostnaðar fyrir ríkissjóð. Það verður ekki fyrr en við landsmenn almennt komum okkur úr þeim draumaheimi og komum okkur niður á jörðina sem við getum farið að ræða málefnanlega um raunhæfar lausnri á vanda heimila í greiðsluvanda. Áður en það gerist verða allar aðgerðir fálmkenndar og þá sérstaklega meðan sumir Alþingismenn lifa enn í sínum draumaheimi og vinna út frá honum. Ábyrgð þeirra sem bera út þær blekkingar að hægt sé að lækka lán landsmanna án verulegs kostnaðar fyrir ríkið er því mikil.

Sigurður M Grétarsson, 12.9.2011 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband