Ef lagaheimildir væru fyrir hendi væri búið að svara, með skætingi

Mér finnst eins og menn séu ekki alveg að átta sig á alvarleika þessa máls eða þá að menn eru svo hissa á að þeir trúi því bara ekki að aftur séu stjórnvöld tekin í bólinu og hafi látið ólöglega gerninga bankastofnana ganga í 10 ár en þó í þetta skiptið með reglugerð frá Seðlabankanum sem segir að verðbæta megi höfuðstól heimilslána á meðan lögin gera "bara" ráð fyrir að það megi verðbæta hverja greiðslu fyrir sig.ðu haft

Ef lagaheimildir væru fyrir hendi og Hagsmunasamtök heimilanna og umboðsmaður Alþingis líka eftir ábendingu og kvörtun HH hefðu rangt fyrir sér hefði Seðlabankinn verið búinn að svara þessari fyrirspurn og það með öllum þeim hroka sem þeir eiga og eiga þeir þó nóg af honum.

Hef eftir áræðanlegum heimildum að neyðarfundir hafi verið haldnir í Seðlabankanum, bönkunum, Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum vegna þessa máls vegna þess að þetta hefur gífurleg áhrif á allt hagkerfið sem sennilega þarf að endurstilla í framhaldinu. Heyrði líka af minnsta kosti einni stofnun þar sem þetta hefur mikil áhrif sem var búinn að láta sína lögfræðinga skoða málið og var það samdóma álit þeirra að Hagsmunasamtök heimilanna hefðu rétt fyrir sér og það væri búið að vinna eftir ólöglegri reglugerð Seðlabankans öll þessi ár og þeir vissu ekki hvernig ætti að vinda ofan af dæminu, það væri eiginlega óframkvæmanlegt að þeirra mati. Bendi ég þeim hinum sömu hér með á að fara inn á heimilin.is heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna þar sem við erum búin að setja fram nokkrar leiðir sem við teljum færar út úr þessum ógöngum sem Seðlabankinn, stjórnvöld seinustu tíu ára og fjármálastofnanir eru búin að koma okkur þegnum þessa lands í.    

Það er svo skrítið með það að allt of oft er eins og það sé einhver vorkun með bönkunum og fjármálakerfinu og nánast fjallað um vesalings bankana og lífeyrissjóðina sem standa sennilega frammi fyrir því að þurfa að endurreikna stökkbreytta og innistæðulausa vísitöluhækkun heimilslánanna til baka og leiðrétta lán heimilanna fyrir þeirri gríðarlegu hækkun sem ólöglegar verðbætur höfuðstóls hafa lagt á heimili landsins og þá er ég ekki bara að tala um frá hruni heldur frá byrjun útreiknings vísitölunnar á þennan hátt sem mér skilst að hafi byrjað 2001.

Hvernig er með heimilin sem eru að fara á hausinn hvert á fætur öðru og er að mínu viti mikil fjölgun framundan á fjölda þeirra heimila sem komast í þrot ef ekkert verður að gert vegna þess að þau eru búin að nota alla þá peninga sem hægt er að finna til að borga af stökkbreyttum lánunum sínum vegna vonar um að eitthvað mundi vera að gert og hafa notað til þess allan séreignarlífeyrissparnaðinn sinn, selt allt sem hægt er að selja, aukabíla, sumarbústaði og annað verðmætt sem búið var að safna á löngum tíma til að nota sem hluta af lífeyri efri ára, nú er allt að verða uppurið og alvaran farin að blasa við allt of mörgum heimilum.

Gefum okkur að það sé rétt að það hefði átt og mátt verðbæta hverja greiðslu fyrir sig frá upphafi sem hefði þítt að engum hefði dottið í hug að taka lán á Íslandi með þeirri greiðslubyrði sem því hefði fylgt, að sama skapi má segja að ef lántakar heimilslána hefðu getað séð á hvern hátt lánin mundu þróast með því að verðbæta höfuðstólinn frá lántöku t.d. fyrir 10 eða 20 árum þá hefðu þeir sennilega heldur aldrei tekið lánin hvort sem er.

Mín niðurstaða er því sú að með því að fela stökkbreytingu hækkunar hvers gjalddaga í stökkbreytingu höfuðstóls þá hafi fjármálakerfið og ríkisvaldinu tekist að slá ryki í augu almennings og frestað um öll þessi ár því óumflýjanlega sem er að taka á óstjórn í ríkisfjármálum og að skipta krónunni út fyrir tengingu við annan gjaldmiðil og látið almenning í landinu borga brúsann á meðan bankarnir og lífeyrissjóðskerfið bólgnar út eins og púkinn á fjósbitanum og vill auðvitað ekki sleppa þessari sjálfvirku uppsprettu peninga sem þetta kerfi er og hefur verið þeim um allt of langan tíma.

Stöndum nú upp Íslendingar og krefjumst sanngjarnar og löglegrar leiðréttingar og förum fram á að fá hér fjármála og lánakerfi eins og tíðkast í þeim löndum sem við miðum okkur við. Lán til heimilskaupa eiga ekki að vera með vísitölubindingu heldur þurfa þau að vera með hámarki á vöxtum, t.d. 5 til 6 % sem mundi þíða að lánveitendur mundu hafa hag af því að hjálpa til við að halda verbólgu í skefjun í stað þess að hafa hag af því að stuðla að hærri verðbólgu sem skilar sér til þeirra í sjálfvirkri hækkun skulda heimilanna.  

Munum líka að það var sagt í upphafi að það væri bara vitleisa að erlendu lánin væru ólögleg þó bankar og fjármálafyrirtæki hefðu vitað það frá upphafi. Pössum okkur líka á því að láta ríkisvaldið ekki ná að dæma aftur lögbrjótunum í vil eins og þeir eru að reyna með gengisbundnu lánin.     

Vil taka fram að ér er "ekki fjárfestir" þó ég beri sama nafn og þekktur fjárfestir sem stamaði í Kastljósinu um daginn þegar hann sagðist vilja lifa með reisn af lífeyrinum sínum sem ég er ekki að sjá að hinn almenni borgari geti leyft sér að hugsa einu sinnu um.  


mbl.is Seðlabankinn svarar á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband