Þetta snýst allt um evrópusambandsumsóknina og að koma okkur þar inn

Það að vilja láta heimilin borga bönkunum og kröfuhöfum stökkbreytt lán, bæði gengis og verðtryggð og að vilja að við kyngjum Icesave bullinu ósmurðu snýst bara um umsókn Samfylkingunnar í Evrópusambandið, því ef við högum okkur ekki vel og borgum allt eins og þeir vilja þá fær Samfylkingin ekki að ganga í Evrópusambandið.

Þvílíkur aumingjaskapur sem okkur er boðið upp á hjá ríkisstjórninni þessa dagana og hefur raunar verið alla hennar daga, sérstaklega skil ég ekki hvernig VG geta látið bjóða sér þetta, en átta mig á draumum Samfylkingarinnar um að komast inn í kratadraumaheim sameinaðrar Evrópu.

Sem sagt, það á að kosta hverju sem er til að koma okkur í Evrópusambandið, hvort sem það er gjaldþrot heimilanna eða þjóðargjaldþrot.

Hvað er að baki, hvers vegna, af hverju, út af hverju og til hvers.


mbl.is Ísland stefnir í greiðsluþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mafía peningaaflanna sem hér stal öllu úr kerfinu er að toga í spotta stjórnvöld sprikla með í dauðateigunum við förum eftir helgi þegar búið er að segja nei við IcesaveIII og berum líkin út úr alþingi með viðhöfn!

Sigurður Haraldsson, 8.4.2011 kl. 02:12

2 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Þetta er vafalaust rétt hjá þér Vilhjálmur. Samfylkingin hefur aðeins haft eitt stefnumál á þessu tímabili og það er að koma Íslandi í ESB  hvað sem það kostar.

Mér hefur skilist á málflutningi þar á bæ að þegar því ferli verði lokið þá skipti ekkert annað neinu máli lengur. 

Við leggjumst bara á meltuna og látum Brusselveldið um framhaldið. Þeir munu bera okkur á höndum sér og passa að ljóti kallinn komi ekki að taka okkur. Við fáum evru og öll okkar vandamál eru úr sögunni, við komin í sæluríkið, loksins. Við þurfum bara að afhenda þeim lykilinn að lýðveldinu Íslandi með öllu sem þar er að finna.

Nú er verið að setja af stað endurskoðun á stjórnarskránni til að þetta verði mögulegt. Það þarf að afnema ákvæðið um bansett forsetavaldið og landráð m.a. Hann gæti annars tekið upp á þeirri ósvinnu að vísa málinu til þjóðarinnar sem ekkert veit hvað henni er fyrir bestu. Hefur heldur ekki vit á þessum málum, hefur ekki nógu mikla greind til að skilja þetta flókna mál, gleymum heldur ekki þessum fleygu orðum ISG í Háskolabíói forðum. "Þið eruð ekki þjóðin".

Fjölskyldur hvað? Heimili hvað? Er það eitthvað til að hafa áhyggjur af í sæluríkinu?

Viðar Friðgeirsson, 8.4.2011 kl. 11:27

3 Smámynd: Sandy

Takk fyrir góða pistla. Ég er svo innilega sammála ykkur þetta er rakin aumingjaskapur og gott ef ekki landráð.

  Ég er lengi búin að velta fyrir mér hvað það er sem hangir á spítunni hjá ríkisstjórninni varðandi greiðslur á Icesave, mín niðurstaða er sú að það geti ekki verið neitt annað en ESB.  En sé það staðreynd þá verður maður einnig að spyrja sig hvers vegna er ekki tekið í taumana, það er engu líkara en þingið sé sammála að ganga í ESB,að fáum aðilum undanskyldum og það án þess að ganga úr skugga um það hvort þjóðin sé sammála.

Mér finnst líka skrítið að um leið og verið er að falast eftir uppl um kosnað við samninganefndir Icesave, þá er ekkert spurt um kosnaðinn við útgerðina á Össuri út í Brussel, svo er einnig spurning hversu mikið af styrkjum við erum búin að móttaka og hvort þeir eru endurkræfir ef þjóðin segir nei við inngöngu í ESB. Er einhver sem veit um þetta? 

Komum þessari b..settans ríkisstjórn frá strax, helst fyrir júní, svo þeir festi ekki í sessi inngönguna í ESB.

Sandy, 8.4.2011 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband