Smá um hvernig "afskriftir" bankanna hingað til eru reiknaðar.

Tölum um þessa 22 milljarða sem bankarnir segjast hafa "afskrifað" hingað til

Bankarnir segjast hafa "afskrifað" 22 milljarða hingað til af heimilum landsmanna hingað til. 

Förum aðeins yfir þá reiknikúnst, ég veit að um 9 til 10 milljarðar af þessum "afskriftum" var vegna úrræðis sem bankarnir buðu upp á fyrir gengislánadóminn 16 ágúst þar sem fólk í vanskilum gat fengið afskriftir upp á 25 % af erlenda láninu. Þetta sama lán var svo dæmt ólöglegt og því var í raun þessi afskrift engin afskrift heldur dæmd af þeim í dómnum sem ólöglegt lán frá upphafi. Aðrir 8 milljarðar í þessum "afskrifuðu" lánum sem bankarnir hreykja sér af eru tilkomnir vegna 110 % leiðréttingar bankanna hjá þeim sem voru yfirveðsettir upp fyrir rjáfur og hefðu farið á hausinn með eignirnar sínar en bankinn sá að betra var að fá fólk til að borga með því að bjóða því að skulda "bara" 110 % þannig að þetta var hvort sem er tapað fé fyrir bankann. Þessar aðgerðir sem bankarnir eru að bjóða upp á núna eru að mestu ef ekki öllu upp á það sama, koma fólki til að borga en þó með eignina sína yfirveðsetta. Hver græðir á því að borgað sé að yfirveðsettri eign, skuldarinn eða bankinn, ég bara spyr.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjáip aftur lið 1 A þar sem farið er ofan í saumana á 110% leiðinni. Er þetta rétt skilið að þetta úrræði nær aðeins yfir erlend íbúðalán sem á nú að breyta ísl vertryggð skv. frumvarpi árna páls? Ég get ekki séð að nefnt sé að þetta úrræði sé fyrir aðrar skuldir en þessar.

"Séu áhvílandi íbúðarskuldir að endurmetnum gengisbundum lánum umtalsvert hærri en

nemur verðmæti veðsettrar eignar býðst skuldara að fá eftirstöðvar láns færðar niður að

110% af verðmæti fasteignar, enda uppfylli hann önnur skilyrði þessa úrræðis"

DD (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband