Látum Bretabullurnar ekki kúga okkur í gegnum IMF. Hverjir eru vinir okkar.

Látum Breta og Hollendinga ekki kúga okkur til ósanngjarnar lausnar á Icesafe deilunni og neyða okkur inn í Evrópusambandið í leiðinni eins og mér sýnist þeir vera að reyna.

Nú er lag til að finna hverjir eru þess virði að vera vinir okkar og sleppa þá frekar láninu frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og herða sultarólina aðeins fastar á meðan verið er að vinna í að fá lán hjá öðrum, Norðmenn og Svíar að ógleymdum bestu frændum okkar í Færeyjum sýnist mér vera þeir sem vilja okkur best.

Rússarnir koma sterkir inn þó ekki sé alveg á hreinu hverju þeir sækjast eftir þó mér sýnist þeir vera að kaupa sér atkvæði hér hjá okkur og ákveðinn sess í heimsmálunum með þessari góðvild í okkar garð, það er bara allt í lagi finnst mér því þeir sem hingað hafa verið í okkar bestu vina tölu hafa ekki sýnt okkur nema yfirlæti og puttann í þessum þrengingum okkar.

Svo er spurning með aðra, Japanir hafa verið viljugir að ræða við okkur um lán og virðast vilja okkur vel og ekki vera í þessari Evrópupólitík sem puttalöndin eru svo uppfull af. 

Kínverjar eru sennilega eina þjóðin í heiminum í dag sem á nóg af peningum og því ekki að tala við þá, þeir eru að verða og sennilega orðnir eins og Japanarnir voru hér upp úr 1970, allt leikur í höndunum á þeim og þeir eru orðnir ein mesta, ef ekki mesta útflutningsþjóð í heiminum. 


mbl.is IMF-beiðni frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ánægður með Geir Haarde (ég er ekki D-lista maður), hann er með hárrétt viðhorf, við látum ekki kúga okkur!  Það kemur í ljós á næstu vikum hverjir eru alvöru vinir okkar, þ.e. auk færeyinga.

Þórhallur Árnason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 12:53

2 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Sæll Hafþór Örn.

Almenna reglan er sú að fyrirtæki borgi sýnar skuldir sjálf, í þessu tilviki kemur svo ríkið inní og borgar það sem uppá vantar þar sem unnið er eftir lögum og regluverki Evrópusambandsins, Bretarnir vilja meira en það regluverk segir til um og þar er ég sammála Geir um að setja okkur ekki í skuldaklafa til að borga reikninga fyrirtækis sem vann á Íslenskri kennitölu í Bretlandi og fór á hausinn.  

Ef þú ert tilbúinn að borga skuldir fyrirtækja sem fara á hausinn í Bretlandi þá get ég ekkert sagt við því . 

Kveðja. Vilhjálmur.  

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 7.11.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband