Íslendingar eru leiguliðar í eigin landi, leiguliðar verðtryggingar lána heimilanna.

Venjulegir íslendingar eru að átta sig á því að þeir eru leiguliðar í eigin landi, þeir eru leiguliðar verðtryggingar lánanna sinna.
Að mínu mati er það eðlilegt að fólk skuli ekki vilja búa á Íslandi lengur og sé að huga að brottflutningi í æ ríkara mæli en áður þó hrunið svokallaða sé löngu liðið hjá að sögn þeirra sem vilja láta okkur halda að allt sé í himnalagi.
Ástæðu þess að fólk vilji ekki lengur búa á Íslandi fyrir sig eða börnin sín tel ég auðvelt að sýna fram á.
Fyrst má telja að fólk er einfaldlega búið að gefast upp, gefast upp á hverju spyrja þá einhverjir þó flestir átti sig á því sama, en átta sig samt ekki á því hvað það er, því það er verið að reyna að dreifa huga okkar almennings á Íslandi með alls konar smámálum til að reyna að láta okkur gleyma aðalmálunum.
Hver eru þá aðalmálin að mínu mati, það er fyrst og fremst að fólk er einfaldlega búið að gefast upp á að það verði einhvern tímann gert eitthvað af viti fyrir hag almennings á Íslandi þó ekki hafi vantað fögru orðin og fyrirheitin fyrir hverjar kosningar og þá er ég ekki bara að tala um loforðin sem gefin voru fyrir seinustu kosningar heldur langt aftur í tímann því það hefur alltaf verið talað um að gera eitthvað fyrir heimilin og almenning en svo erum við ALLTAF látin sitja á hakanum en fjármagnseigendur, fjármálafyrirtækin og vogunarsjóðir fá að sitja að landsins gæðum og fjöreggjum þjóðarinnar.
Aðalmálin sem fólk sættir sig ekki við í dag er fyrst og fremst það ófremdarástand sem verðtrygging lána fjölskyldnanna hefur á hag heimilanna sem gerir það að verkum að það á nánast enginn venjulegur íslendingur nokkuð í heimilum sínum.
Verðtryggingin á lánum heimilanna gerir það einnig að verkum að báðir foreldrar þurfa að vinna úti en samt er ekki nóg eftir til að geta veitt börnunum sínum það sem mann langar til að ekki sé minnst á það sem börnin nauðsynlega vilja og þurfa eins og íþróttir og tómstundir.
Verðtryggingin á lánum heimilanna gerir það að verkum að verð á nauðsynjavöru hækkar upp úr öllu valdi, verðtryggingin á lánum heimilanna gerir það að verkum að fólk vill ekki búa á Íslandi lengur. Verðtrygging á lánum heimilanna gerir það að verkum að foreldrar vilja ekki láta börnin sín þurfa að upplifa það sama og þau hafa þurft að lifa við á Íslandi undanfarna áratugi.
Ég vil búa á Íslandi áfram og ég veit að flestir þeir sem eru fluttir eða eru að huga að flutningi erlendis vilja búa hér á Íslandi áfram en ofangreind atriði gera það að verkum að á meðan þetta ástand varir þá verður mikill fólks og atgerfisflótti frá Íslandinu okkar góða.
Viljum við láta hrekja okkur og börnin okkar af landinu okkar af óhæfum stjórnmálamönnum sem þora ekki að ráðast gegn þeirri spillingu og sjálftöku sem hér viðgengst.
Viljum við láta hrekja okkur og börnin okkar af landinu okkar af óhæfum kerfisstarfsmönnum sem þora ekki að gera það sem þeir eru ráðnir til innan stjórnsýslunnar til að verjast spillingu og sjálftöku fárra aðila á kostnað okkar almennings.
Viljum við láta hrekja okkur og börnin okkar af landinu okkar af óhæfum dómstólum sem þora ekki að dæma eftir íslenskum neytendalánalögum en láta alltaf fjármálafyrirtækin .

Ég segi nei, hvað segir þú ?


mbl.is Fjöldi Íslendinga flytur úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband