Vægt til orða tekið og of seint í rassinn gripið fyrir Árna og Samfylkinguna.

Það er ekki eins og það hafi ekki verið hamast í að skýra þeim frá ástandinu en það var eins og þeir vildu ekki heyra það hvernig ástandið var og er raunar ennþá.

Það er alveg rétt að þeir í Samfylkingunni vildu ekki átta sig á skuldavandanum og þeir reyndu ekki einu sinni að átta sig á honum og raunar má segja að þeir hafi gert allt sem þeir gátu til að horfa fram hjá honum og þegar t.d. við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna reyndum að benda þeim á hvernig staðan væri þá vorum við annað hvort hundsuð eða kaffærð í röngum og villandi skyrslum eins og t.d. frá Hagfræðistofnun Háskólans sem tók virkan þátt í þögguninni ásamt mörgum öðrum úr háskólasamfélaginu, Seðlabankanum, stofnunum samfélagsins og starfsmönnum ráðuneytanna.

það er líka alveg rétt hjá Árna Páli að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms stóð sig mjög vel sem málssvari bankana og vogunarsjóða og að sama skapi stóðu þau sig ekki vel fyrir fjölskyldurnar og heimilin. Er í því sambandi hægt að minnast á starfssemi Umboðsmanns skuldara og hvernig staðið hefur verið að því embætti og nánast öllu öðru sem gera átti og þurfti fyrir fjölskyldurnar og heimilin. Við skulum ekki einu sinni tala um Icesave sendinefndina sem þau sendu til að "semja" við Breta og Hollendinga sem kom með svo"góðan" samning til baka að það mátti enginn sjá hann.

Get eitt deginum í að tala um hvað hefði mátt betur fara en vil frekar fara út að leika með börnunum mínum.

Vil þó minnast á að þessi umræddi Árni Páll, sem eftir að hann varð formaður Samfylkingarinnar,  lofaði mér og okkur í HH rétt fyrir þinglok að hann mundi koma í gegnum þingið endurupptökuheimildum til handa þeim sem gerðir voru gjaldþrota, eign fjölskyldunnar seld á nauðungarsölu eða á veðhafafundi hjá skiptastjóra á grundvelli ólöglegra gengislána og í framhaldinu ólöglegra útreikninga þeirra, en hann stóð ekki við það þannig að hann byrjaði nú ekki vel heldur þó hann sé nú að reyna að benda á hina.  


mbl.is Áttuðum okkur ekki á skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband