Það verður spennandi að sjá hvaða "viðmið" þeir nota núna.

Hvað ætli þurfi að leiðrétt oft áður en rétt, endanleg og neytendamiðuð útkoma fæst.

Það er nú samt kominn annar tónn í þetta því nú er t.d. ekki fjallað um tap eða skaða fjármálafyrirtækjanna heldur leiðréttingu lána.

Þetta er allt að koma. 


mbl.is Byrjaðir að leiðrétta lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir, fóru nú ekkert varlega í að slumpa óumsömdum vöxtum á fólk. En núna þarf að athuga hvert tilvik fyrir sig til að sjá hvort það eigi réttlæti skilið.

Páll (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 11:32

2 identicon

En hvað um bílalánin?

Almenningur (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 14:29

3 identicon

En hvað um verðtryggðu lánin sem hækkuðu vegna þess að gjaldeyrislánin settu allt á hliðina til að byrja með.

Stebbi (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 17:14

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stebbi það er búið að höfða mál til að láta reyna á lögmæti verðtryggðu lánanna líka. Fyrst þarf að fá dóm áður en hægt er að krefjast endurútreiknings.

En já, hvað um bílalánin? Það er jú bróðurparturinn af gengistryggðu lánunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.1.2013 kl. 17:52

5 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Páll: Nei þeir fóru ekki varlega þegar þeir reiknuðu þetta í upphafi ólöglega.

Almenningur: Bílalánin eiga að vera inn í þessum útreikningum en það fást svo sem engar upplýsingar frá bönkunum frekar en fyrri daginn og þeir komast upp með það eins og fyrri daginn.

Stebbi: Verðtryggðu lánin hækkuðu ekki vegna áhrifa frá gengislánunum, verðtryggðu lánin hækkuðu vegna þess að verðbólgan fór að stað vegna þess að fjármálastofnanirnar settu hér allt á hliðina og ætluðu að eyðileggja Íbúðalánasjóð og undirbjóða ÍLS í vöxtum og ná honum þannig út af markaðinum þannig að þeir gætu hækkað vextina á almenning þegar það væri búið.

Mummi: Þú segir auðvitað satt með það að Hagsmunasamtök heimilanna eru búin að kæra verðtrygginguna sem ólöglega og eins og þú og ég báðir, sem stjórnarmenn í HH, vitum þá verður þessu máli útbýtt til dómara núna á næstunni.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 5.1.2013 kl. 19:28

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo eru á leiðinni að fara að koma út niðurstöður rannsóknar sem hefur leitt í ljós að meginorskökin fyrir verðbólgunni er í rauninni verðtryggingin.

Þannig að: allir vilja losna við verðbólgu -> margir vilja líka losna við verðtryggingu -> þetta fólk er í rauninni allt að biðja um það sama -> afnám verðtryggingar.

Sem væri frábært fyrsta skref í átt að stöðugri gjaldmiðli. En bara það fyrsta af mörgum sem þyrfti að taka.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.1.2013 kl. 22:00

7 identicon

,,Svo eru á leiðinni að fara að koma út...."?

Hrefna (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband