Greining Íslandsbanka : Treysti henni ekki, því miður.

Ingólfur Bender er búinn að vera yfirmaður greiningar Íslandsbanka frá því löngu fyrir hrun og við ættum öll að vita hvað mikið var að marka greiningu hans og greiningardeildar hans hjá Íslandsbanka í aðdraganda hrunsins. Ég segi allavega fyrir sjálfan mig að ég legg engan trúnað í greiningu frá greiningardeild Íslandsbanka á meða hann er þar áhrifa eða yfirmaður.  

Aðalástæða þess að húsnæðisverð hækkaði svona ótrúlega mikið tölulega séð á þessum tíma er ekki vegna skorts á íbúðum eða yfirboða kaupenda á einhverjum tíma, of mikils framboðs íbúða á öðrum tíma eða allt of mikils framboðs að lánsfé nú í byrjun þessarar aldar þó auðvitað hafi þetta allt haft einhver en þó mismikil áhrif á markaðinn á hverjum tíma.

Aðalástæða þessarar ómanneskjulegu krónutölulegu hækkunar íbúðarverðs er auðvitað hin ótrúlega afurð sem verðtryggingingin er og merkilegt nokk þá byrjar einmitt tímatalið sem þessar hækkanir taka til þegar verðtryggingin var sett á eða 1980.

Skoðum hækkanir verðbólgu, afleiðu hennar sem er verðtryggingarinnar og afleiðu hennar sem er þá hækkun verðlags á þessum tíma og þá munum við sjá rétta skýringu á þessum umræddu hækkunum.

Geri mér alveg grein fyrir því að verðtryggingin er ekki sökudólgurinn í sjálfu sér heldur verðbólgan sem birtist okkur almenningi þessa lands best, eða réttara sagt verst, í verðtryggingu húsnæðislánanna okkar með víxlverkandi hækkunaráhrifum á alla þætti okkar venjulega fjölskyldulífs, þar með talið húsnæðisverði.

Ég hef löngum haldið því fram að verðtryggingin sé í raun birtingarmynd okkar almennings á óstjórn í fjármálum ríkisins. Auðvitað er eitthvað bogið við það þegar ráðandi aðilar á markaði hafa beinlínis hag af því að verðbólgan sé há og hagnist í raun af því að reyna ekki að viðhalda stöðuleika á fjármálaðmarkaði þess lands sem þeir starfa og lifa í, þ.e. Íslands.

Þessu fyrir utan er til eitthvað sem heitir jafnvægi, sem ég endurtek að er ekki hægt að koma á nema afnema verðtryggingu neytendalána. Það jafnvægi er að í eðlilegu þjóðfélagi, sem okkur dreymir held ég flest um, er söluverð eigna eitthvað örlítið hærri en byggingarkostnaður þessara sömu eigna og auðvitað líka það að venjuleg laun hinnar venjulegu fjölskyldu dugi fyrir afborgunum þeirra lána sem venjuleg fjölskylda þarf að taka til að kaupa þessa sömu eign og til að lifa mannsæmandi lífi á sama tíma, en þessu er ekki fyrir að fara í dag.

Svo verða alltaf svæði sem seljast dýrari en byggingarkostnaður nýrrar sambærilegrar íbúðar í nýju úthverfi segir til um og má í því sambandi benda á miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur sem eitt skýrasta dæmið um það og svo verða líka alltaf önnur svæði sem seljast undir byggingarkostnaði nýrrar íbúðar í úthverfi af hinum ýmsu ástæðum.

Ég mundi hins vegar áætla að allir íbúar þessa lands, þar á meðal bankastarfsmenn og  stjórnmálamenn, ættu að hafa það sameiginlega markmið að jafnvægi ríki á þessum markaði sem og á öðrum sviðum þessa þjóðlífs þó þeir einu af ofantöldum sem eru í stöðu til að koma því í kring séu stjórnmálamennirnir og því sjálfsagt að gera þá kröfu til þeirra að þeir vinni hörðum höndum að koma á jafnvægi og stöðuleika sem þá bankastarfsmennirnir og aðrir þurfa að fara eftir okkur öllum til heilla.

En til að ná þeim stöðuleika og jafnvægi þarf að afnema verðtryggingu af neytendalánum, sem eru m.a. lán til húsnæðiskaupa almennings. Þá fyrst kemst á sá stöðuleiki og jafnvægi sem næstum því allir Íslendingar eru að kalla eftir.


mbl.is Hækkaði úr 750 þúsund í 24,9 millj.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband