Skýrslupöntunarstofnun ríkissins og bankanna. Megi þeir á Hagfræðistofnun skammast sín.

Það er ótrúlegt hvað háskólasamfélagið er að taka mikinn og óakademiskan þátt í þeirri ljótu pólitík sem viðgengst á íslandinu okkar góða. Fyrir Hagfræðistofnun að taka tvo og hálfan mánuð í að gera ekki neitt nema staðfesta fals bankanna og aumingjaskap ríkisstjórnarinnar er náttúrulega ótrúlegt út af fyrir sig. Þessi skýrsla lýsir að mínu mati því á hvern hátt ríkisstjórnin, bankarnir og raunar kerfið allt er að verja sig fyrir því klúðri sem þeir hafa valdið og varið og viðhalda og verja enn. Hagfræðistofnun byrjaði á því að segja okkur að þeir hefðu engar nýjar upplýsingar fengið frá bönkunum og hefðu engar heimildir fengið frá ríkisstjórninni til að krefja bankana um eitt né neitt og því er skýrslan ekkert annað en staðfesting á þeirri þöggun sem hefur viðgengist allt of lengi. Hvað ætlum við að taka þátt í þessu leikriti lengi í viðbót, ég segi að það sé komið nóg, hingað og ekki lengra. Mér finnst að nú sé tími til kominn að sjá þessa ríkisstjórn í réttu ljósi, þeir ætla ekki að gera neitt fyrir heimilin í landinu, heimilunum sem er að blæða út vegna árása bankanna á þau með leyfi ríkisstjórnarinnar, því miður. Það er greinilega að það á að nota þessa skýrslu til að þagga niður í Hagsmunasamtökum heimilanna sem eru nánast einu aðilarnir sem hafa staðið upp í hárinu á yfirvöldum og bönkunum. Ég viðurkenni að ég var að vona að með því að bjóða ríkisstjórninni sem lokatilboð upp á lausnir okkar í HH sem geta virkað ef þor og kjarkur er fyrir að fara í þær en nú er ég hættur að trúa nokkru sem frá þeim kemur, það er ekkert þor og enginn kjarkur eftir í Jóhönnu og Steingrími og vil ég því þessa ríkisstjórn burt sem fyrst í þágu almannaheilla og áframhaldandi búsetu á íslandi.

mbl.is Líklegt að ríkið myndi bera kostnað við niðurfellingu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

 Góðan dag Vilhjálmur! Það hefur aldrei verið meiningin að leiðrétta neitt varðandi skuldastöðu heimilanna. Það er verið að kaupa sér frið með því að láta sem að svo verði, og af því að íslendingar eru friðsöm þjóð og að öllu jöfnu kurteis, gefur hún alltaf ákveðin frest til að laga málin, en sá frestur er ekki nýttur til að gera neitt í málunum, heldur til að finna nýjar leiðir til að draga þjóðina á asnaeyrunum því að ráðamenn vita að því lengri tíma sem þeir fá því betra, þá er hægt að vitna í eignaréttarákvæði stjórnarskrár. Það er alveg með ólíkindum að því skuli vera haldið fram að íslenska ríkið eigi að borga þær leiðréttingar sem þurfa að komast á, ef stór hluti þjóðarinnar á ekki að verða öreigar. Hvernig væri að athuga grundvöll fyrir málsókn á hendur bönkunum, því það eru jú þeir sem arðrændu þjóðina og íslenska ríkið fyrir yfirhylmingar. Þjóðin þyrfti kannski að fara með slíkt mál til útlanda svo það verði tekið réttlátlega á þessum málum. En stóra spurningin er hvort það finnist einhverjir lögfræðingar sem eru tilbúnir til að vinna að slíkum málum fyrir almenning í landinu. Ég lít svo á að stjórnarskráin eigi ekki bara að verja eignarétt fjármagnseigenda heldur á hún einnig að verja eignarrétt einstaklinga,og með innheimtu stökkbreyttra lána er verið að brjóta þann eignarétt sem almenningur á.

Háskólasamfélagið ætti að skammast sín og láta helst ekkert í sér heyra, ég man ekki betur en á árunum 2007 og fram í maí 2008 hafi þeir spekingar þeyst fram með yfirlýsingar um að allt væri í himnalagi innan bankakerfisins. Ef ekki er hægt að segja satt og rétt frá er betra að þegja, það var manni kennt fyrir hálfri öld síðan og ég er þeirra skoðunar að það séu góð heilræði.

Sandy, 25.1.2012 kl. 06:19

2 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Sæl Sandy. Sammála þér með þetta allt. Varðandi málssókn á hendur bönkunum þá vil ég benda þér á að við hjá HH erum að vinna í málssókn á hendur yfirmönnum bankanna. Svo erum við nýkomin með lögbannsrétt og erum að vinna í að finna leið til að beita honum en eins og allt sem snýr að neytendum þá er það ekki eins auðvelt og ætla mætti og eins víst að sýslumaður muni reyna að neita lögbannsbeiðni okkar á allan hátt.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 25.1.2012 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband