Fátækt, framfærsluvandi, skuldavandi heimilanna og "vandi" ríkisstjórnarinnar.

Undanfarin rúmt eitt og hálft ár hef ég verið í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna en Hagsmunasamtök heimilanna eru algjörlega ópólitísk sjálfboðaliðasamtök sem hafa unnið ótrúlega óbilgjarnt starf til varnar hagsmunum heimilanna sem aðrir sem eiga að starfa að réttindagæslu fyrir heimilin og fá borgað fyrir það gera ekki neitt og sofa á verðinum, annað hvort vegna pólitískra hagsmuna og eða sofandaháttar.

Hagsmunasamtaka heimilanna hafa frá upphafi barist og eru ennþá að berjast fyrir leiðréttingu lána heimilanna og afnámi verðtryggingarinnar sem er eitt mesta böl sem íslensk heimili glíma við í dag og að hafa ekki gefist upp þó það hafi ekki gengið eftir ennþá.

Þar fyrir utan hafa samtökin verið dugleg að benda á ýmislegt annað sem að er í íslensku þjóðfélagi og það sem hefur verið mest á mínu hjarta fyrir utan skuldavanda heimilanna er kannski helst sá mikli og stigvaxandi vandi sem blasir við allt of mörgum íslenskum heimilum og snýr að framfærsluvanda heimilanna sem á eftir að koma betur í ljós á næstu mánuðum þegar fólk er búið að eyða öllu sem það getur eins og séreignarlífeyrissparnaði sínum og selja allt sem hægt er að selja til að lifa af.

Sannleikurinn er sá að venjuleg íslensk fjölskylda hefur ekki lengur efni á að reka heimili, hvort sem það er að leigja eða eiga húsnæði og framfleyta sér og börnum sínum á sómasamlegan hátt um leið. Þá er ekki verið að tala um neinar öfga eða munað heldur bara venjulegt fjölskyldulíf eins og gerist hjá þeim þjóðum sem við miðum okkur við sem eru hin norðurlöndin.

Almenningur hefur eitt öllu aukafé sínu og sparnaði í botnlausa hít lána heimila sinna vegna þess að fólk hefur lifað í voninni um að stjórnvöld komi til móts við almenning og geri það sem þarf til að heimilunum í landinu blæði ekki út.

En nú virðist almenningur vera búinn að missa vonina og þá fer fyrst að vera hætta í íslensku þjóðfélagi, hætta á gríðarlegum fólksflótta frá landinu, hætta á ótrúlegri óhamingju í þjóðfélaginu sem mun leiða til hjónaskilnaða, slagsmála fyrir framan börnin á heimilunum og öðru því sem uppgjöf fólks fylgir, þ.m.t. andleg uppgjöf og sjálfsmorð, því miður.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa nánast allt þetta ár og eru enn í dag að safna undirskriftum almennings til leiðréttingar lána heimilanna og afnáms verðtryggingar heimilislána og eru þegar þessi orð eru skrifuð búin að safna um 38.000 undirskriftum og fara strax eftir áramót fram með kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál.

Eitthvað segir mér að sá titringur sem kominn er í stjórnarsamstarfið núna um áramótin sé af völdum þessa því stjórnvöld vita að ef samtökin ná þjóðaratkvæðagreiðslunni í gegn núna strax eftir áramótin þá eru 80 % kosningarbærra íslendinga sammála Hagsmunasamtökum heimilanna og þá er stjórninni ekki lengur til setunnar boðið.

Vonandi berum við íslendingar gæfu til að gott og heiðarlegt fólk gefi kost á sér til setu á þingi fyrir okkar frábæra lands og vonandi berum við gæfu til að kjósa þegar að því kemur, yfir okkur fólk sem vill hag íslands og íslenskra heimila sem bestan og áttar sig á því að það eru ekki bankarnir og peningarnir sem halda hagkerfinu uppi heldur íslensku heimilin og íslensku fjölskyldurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góð greining Villi,  þó svo að það sé ömurlegt að þurfa að lesa þetta í árslok 2011, rúmum þremur árum eftir hrun.  Ég vil þakka þér og öðrum í samtökunum fyrir baráttuna í þágu heimila landsins á árinu.  Gæfuríkt 2012 til þín og þinna.

Magnús Sigurðsson, 31.12.2011 kl. 08:55

2 identicon

Góð grein og allt hárrétt sem þú segir.  Ætla að nota tækifærið og þakka þér og ykkur hjá Hagsmunasamtökum heimilianna fyrir það starf sem þið hafið unnið.  Allt svona heldur manni við efnið og vonin er ekki slokknuð enn.  Gleðilegt 2012.  Kveðja Linda :)

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 10:46

3 identicon

Þessi grein hittir naglann á höfuðið. Ég óska ykkur gleðilegs árs og vil þakka ykkur fyrir ötulega baráttu fyrir heimilin í landinu - jú það eru ekki margir sem tala fyrir þeirra hönd.

Kristín Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 11:33

4 identicon

Takk fyrir þetta.

Þessi staða sem þú lýsir er löngu orðinn veruleiki.

Ingimar Oddsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 13:33

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Vilhjálmur, það er ekki einungis að stór hluti almennings sé búinn að missa vonina; heldur er vonskan einnig orðin mjög mikil. Maður heyrir fólk láta hið ótrúlegast orðbragð út úr sér og óska ákveðum stjórnmálamönnum norður og niður - og þaðan af lengra. Það er alveg greinilegt að ríkisstjórnin ætlar ótilneydd ekkert að gera til að leiðrétta það óréttlæti sem átt hefur séð stað frá Hruni. Hreyfingin hefur fengið það staðfest nú síðustu daga.

Gefum ríkisstjórninni 10 daga eftir að hún hefur fengið undirskriftalistann í hendur. Eftir það dugar enginn pottasláttur. Virkjum þá vonsku sem grafið hefur um sig í þjóðfélaginu og látum sverfa til stáls... kveikjuþráðurinn er að brenna upp á þessum siðasta degi ársins.

Atli Hermannsson., 31.12.2011 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband