Kerfið skelfur vegna þjóðatkvæðagreiðslu Hagsmunasamtaka heimilanna.

Það eru ótrúlegustu aðilar farnir að taka undir með okkur í Hagsmunasamtökum heimilanna að afnám verðtryggingar heimilslána sé ekki vandamál og muni hafa þau áhrif að verðbólgu yrði haldið í skefjum af meiri alvöru en hingað til af þeim sem geta haft áhrif á verðbólguna.

Skildu þessi gjörbreyttu viðbrögð og skyndilega jákvæðni á afnám verðtryggingarinnar vera vegna þess titrings sem við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum orðið vör við undanfarið eftir að aðilar innan fjármálageirans, stjórnkerfissins, stjórnmálaflokkana og ríkisstjórnarinnar áttuðu sig á þeirri staðreynd að við höldum á fullu áfram með undirskriftalistann okkar um kröfuna um leiðréttingu stökkbreyttra lána heimilanna og afnáms verðtryggingarinnar og ef ekki verður búið að verða við þeim kröfum um bæstu áramót þá förum við fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um málin og samkvæmt Gallup könnun sem við létum gera nýlega þá styðja 80 % landsmanna þessar kröfur okkar, er nema von að kerfið skjálfi.

En í sinni einföldustu mynd þá er verðtrygging heimilislána birtingarmynd almennings á þeirri óstjórn í peningamálum þjóðarinnar, bæði ríkissins og fjármálakerfissins, sem veldur verðbólgu og er velt yfir á almenning með verðtryggingu heimilslána án þess að heimilin geti þar nokkuð haft áhrif eða vald yfir hvernig þessari rússibanareið er háttað.

Það alvarlegasta er að verðtrygging húsnæðislánanna var sett á á sínum tíma til að velta hærri vaxtakostnaði af völdum óstjórnar peningamála yfir á lántakendur eingöngu og þar að auki falið fyrir þeim í framhaldinu með þeim reiknikúnstum sem við öll þekkjum. Þessar reiknikúnstir felast í að í stað þess að afborgun lána okkar hækki og sé sjánleg strax, sem mundi kalla á viðbrögð og hefði sennilega orðið til þess að enginn mundi hafa tekið svona verðtryggð lán ef okkur hefði verið sýndir réttir útreikningar á afborgun hvers mánaðar, þá fer verðtryggingin á lánið sjálft og hækkar höfuðstól þess um hver mánaðarmót og það nánast án þess að við tökum eftir því.

Það hefur almennt verið gefið í skyn af lánastofnunum að þetta skipti ekki máli þar sem við borgum almennt sama hluta launanna okkar í afborgun í hverjum mánuði. En þeir hafa skautað fimlega fram hjá þeirri staðreynd að lánin hækka nánast óslitið um hver mánaðarmót á móti. Sem dæmi þá hefur 20 milljón króna verðtryggt húsnæðislán hækkað um c.a. átta milljónir, í 28 milljónir frá 1.1.2008 vegna nánast um 40 % hækkunar verðtryggingar lánsins frá þeim tíma á meðan greiðslubyrðin hefur „bara“ hækkað úr 90.000 kr á mánuði í 125.000 kr á mánuði.    

Það besta við afnám verðtryggingar heimilslánanna og aðalásstæðan að mínu mati fyrir því að við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna förum þá leið að fara fram á afnám verðtryggingarinnar í stað þess að tala um þá gömlu tuggu að auka þurfi aðhald og stjórn á ríkisfjármálum og eftirlit með fjármálafyrirtækjum er að ráðandi aðilar á peningamarkaði munu eftir afnám verðtryggingarinnar ekki lengur hafa hag af því að halda verðbólgunni hárri heldur hafa þann sameiginlega hag með okkur lánþegum og hagkerfinu öllu að halda verðbólgunni í sem lægstri tölu til að hafa vaxtamuninn sem þeir hefðu þá í afgang sem mestan á meðan lántakar mundu verða varðir fyrir of háum vöxtum með þaki á vöxtum heimilislána, t.d. 4 til 6 % þak og engin verðtrygging.

Þannig virka alvöru hagkerfi, sameiginlegur hagur allra og allir að vinna að sama markmiði, að halda verðbólgunni í skefjum. Svo má alltaf deila um hvort og hvaða vextir séu ásættanlegir.

Minni fólk á að skrá sig í Hagsmunasamtök heimilanna á heimilin.is og að því loknu að skrá sig líka á sömu síðu, hægra megin á undirskriftasöfnun HH um leiðréttingu stökkbreyttra lána heimilanna og afnám verðtryggingarinnar, en þessi undirskriftasöfnun og krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu í framhaldinu, ef stjórnvöld verða ekki búin að bregðast við þessum kröfum um næstu áramót, er að mínu mati einmitt það sem er að valda þessum titringi innan fjármálakerfissins, stjórnsýslunnar, stjórnmálaflokkana og ríkisstjórnarinnar sem við í HH höfum orðið vör við undanfarið. Vilhjálmur Bjarnason. Ekki fjárfestir.


mbl.is Ekki vandamál að draga úr verðtryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband