þetta er rétt að byrja, því miður, en við getum snúið þessu við, ef við þorum.

Nú virðist það að byrja sem við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum verið að vara við undanfarin rúm tvö ár. Falinn framfærsluvandi fjölskyldnanna er að koma í ljós ásamt því að bankarnir eru að byrja að fara að alvöru í það að taka eignir af fólki sem hefur ekki getað eða viljað borga stökkbreytt lán sín og verið að bíða eftir "alvöru" aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem virðist endanlega hafa sofnað á verðinum sem margir höfðu þó von til að mundi ekki gerast.

Það er skömm af því hvað margir hér á landi þurfa að velja á milli þess að eiga fyrir mat eða eiga fyrir leigunni eða afborgunum lána húsnæðis fyrir fjölskylduna. Ég hef margoft, bæði í bloggi mínu og vinnu fyrir Hagsmunasamtök heimilanna þar sem ég er í stjórn, bent á að það er ekki bara skuldavandi sem almenningur á við að etja hér á landi heldur líka að launavandinn sé orðinn það mikill að það sé sívaxandi fjöldi fólks sem hefur ekki efni á að halda heimili með sómasamlegum hætti og þurfi að bjóða börnum sínum upp á eitthvað sem á ekki að þurfa að líðast í þjóðfélagi eins og okkar. Bendi ég t.d. á skrif Hörpu Njáls þessu til staðfestingar en hún hefur bæði verið sjálf og sem hluti af GET hóp Hagsmunasamtaka heimilanna fjallað um framfærslukostnað og fátækt á Íslandi. Höfum við bent á að gera þurfi raunframfærsluviðmið sem grunnlaun, tryggingar, bætur og atvinnuleysistryggingar yrðu miðaðar út frá. Það sem gert var hér fyrr á árinu og kallað var neysluviðmið var ekkert annað en mæling á neyslu en hafði ekkert með það að segja hvað kostar að lifa á Íslandi fyrir fjölskyldurnar. Til skýringa felst munurinn á útreiknuðum neysluviðmiðum og raunframfærsluviðmiðum í því að annars vegar er miðgildi raunneyslu mælt út frá fyrirliggjandi gögnum Hagstofu Íslands. Hins vegar er eðlileg raunframfærsla fundin út af sérfræðingum og er þá miðað við að skilgreina framfærsluþætti og þjónustu sem á að teljast fullnægjandi lýsing á hóflegri og eða eðlilegri framfærsluþörf fjölskyldu af tiltekinni stærð, á tilteknum stað og á tilteknum tíma. Út frá skilgreindum framfærsluþáttum sem teljast uppfylla eðlilega framfærsluþörf er fundinn raunframfærslukostnaður. Raunframfærslukostnaður og lágmarks framfærsluviðmið unnin út frá þeim hafa um margra ára skeið verið opinber á öðrum Norðurlöndum, svo sem Danmörku, Svíþjóð og Noregi og eru grunnlaun og annar framfærslukostnaður miðaður við það þannig að þeir sem eru með lægstu launin og lifa á bótum geta lifað nokkuð mannsæmandi lífi í þessum löndum sem er ekki hægt hér á landi.Að mínu mati er það ein mesta kjarabótin sem völ er á að aflétta verðtryggingunni af heimilum landsins og setja á sama tíma hámark á vexti húsnæðislána þannig að allir aðilar hafi hag að því að halda verðhækkunum í lágmarki og þar með verðbólgu sem verðtryggingin er afleiða af.

Ástandið á eftir að versna mikið ef við förum ekki að horfast í augu við vandann og gera það sem gera þarf og vil ég meina að það sé mikill dulinn vandi, t.d vegna þess að fjármálastofnanir skrái vandann ekki rétt og séu ekki að gefa upp réttar tölur um fjárhagsvanda heimilanna. Má í því sambandi minnast á að það eru ekki til samræmdar tölur um þann vanda sem þó er hægt að mæla og frumvarp sem gefur leyfi til samkeyslu gagn er kæft í nefnd þingsins. Þetta er ekkert annað en þöggun af verstu tegund sem kemur til með að bíta okkur illilega þegar hið rétta kemur í ljós og áhyggjur mínar og okkar í Hagsmunasamtökum heimilanna er að þá verði vandinn orðinn nánast óbærilegur fyrir allt of marga með öllu því slæma sem því fylgir. Komst þó að því innan hóps sem heitir Velferðavaktin og ég á sæti í fyrir Hagsmunasamtök heimilanna að það eru 68 % lána Íbúðalánasjóðs sem ekki er verið að borga af samkvæmt upprunalegum lánaskilmálum sem þýðir að það eru bara 32 % lána ÍLS sem verið er að borga af eins og upphaflega stóð til og samið var um og gefur það mér ástæðu til að ætla að ástandið sé ennþá verra hjá bönkunum því þeir lánuðu miklu hærri upphæðir vegna íbúðarlána auk þess að lána til endurfjármögnunar eftir miklar hækkanir sem sköpuðust vegna óhóflegra lána þeirra þar sem jafnvel var tekið inn í 40 ára húsnæðislán yfirdráttur og bílalán lántakans og honum svo boðinn nýr yfirdráttur og nýtt bílalán strax á eftir á meðan ÍLS lánaði bara til íbúðarkaupa og að hámarki 16 til 20 milljónir.

Hvet alla til að fara inn á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna, sem er heimilin.is og taka þátt í undirskriftarsöfnun okkar um áskorunar til stjórnvalda um afnám verðtryggingar á heimilslánum ásamt leiðréttingu stökkbreyttra verðtryggðra og gengislána með kröfu um þjóðarathvæðagreiðslu ef stjórnvöld hafa ekki dug í sér til að gera þetta af sjálsdáðum fyrir áramót.

Við getum komið okkar frábæra landi og þjóð út úr þessum vítahring ef við bara viljum og stöndum saman en til þess verðum við að nenna að allavega fara í tölvuna og skrá okkur í ofangreinda undirskriftarsöfnun.


mbl.is Hátt í 250 uppboð í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú nefnir orðin " vilji og nenna " í síðustu málsgrein og þú talar líka um " frábært land og þjóð ". Íslendingar hafa alltaf unnið óheyrilega langan vinnudag og alltaf með lélegum afköstum vegna þreytu.( Ég hef bæði unnið á Íslandi og erlendis og hafði margfallt meiri afkastagetu þar, vegna gáfulegs skipulags og miklu stytri vinnutíma og að sjálfsögðu miklu betri laun). Íslendingurinn hefur ekki andlega eða líkamlega getu til að standa í þrugli við sauðheimska stjórnmálamenn. Landið er ekki frábært og eða gjöfult, það er langt frá því, enda hefur sjáfarútvegurinn verið lífæð þjóðarinnar í aldir og að þreyja Þorrann og Góuna þekkja allir. Á þessi "frábæra" Íslenska þjóð fiskinn í sjónum? Íslendingar eru ekki frábærir, það er langt frá því, því ef svo væri, þá myndi þjóðin búa við sömu hagsæld og velferðarkerfi og nágrannaþjóðirnar.

Þú talar um "afnám verðtryggingar af heimilislánum". Afnám verðtryggingar verður að vera algjör, ef þjóðin vill búa við sömu lífskjör og nútíma siðmenntaðar þjóðir. Efnahagsvandamál Íslensku þjóðarinnar er heimatilbúið og þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að fá aðild í EU, því þið eruð á miðaldarstígi og það tekur ára ára raðir að komi ykkur inn í nútímann. Það er talað um í öllum fréttum og með áróðursívafi frá USA, að illa gangi í EU og að Evran sé að missa gildi sitt. Algjört "bullshitt". Íslendingar búa í heimatilbúnum blekkingum (önnur pláneta) og verða að skipta algjörlega um hugsunarhátt frá A-Ö.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 12:03

2 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

V.Jóhannsson: Já ég tala um að vilja og nenna og líka um frá bært land og þjóð og er það vegna þess að ég tel að við getum risið upp og gert allt hér á betri veg en hingað og er ég þá líka að viðurkenna að við höfum ekki verið að gera hlutina rétt og vel hér á landi í langa tíð og kannski aldrei.

Kannski er skýringin sú að allt of margir hugsa eins og þú, þ.e. sem þú segir alltaf "þið" eins og þú sért ekki Íslendingur, það er einmitt þessi sami hugsunarháttur sem gerir það að verkum að allir ætlast til að einhver annar geri hlutina og er svo aldrei ánægður með það sem gert er og ætla ég svo sem ekki að mæla því bót sem gert hefur verið.

En ef við förum að hisja upp um okkur buxurnar og hætta að hugsa alltaf að einhver annar eigi að gera hlutina þá er ég viss um að margt mun breytast til batnaðar hér á landi.

Verðtrygging verður aldrei afnumin algjörlega en hún á sannarlega ekki að vera á lánum venjulegra íslendinga á heimilslánum hans og raunar aldrei að vera á neinu láni sem venjulegt fólk fær því lán sem ekki er hægt að sýna fókli hvað það komi til með að borga fyrir á endanum er ólöglegt samkvæmt lögum.

Verðtryggingin er og verður sennilega alltaf á lánum og skuldbyndingum á milli fagfjárfesta eins og banka, lífeyrissjóða og ríkissins eins og í öllum þeim löndum sem við miðum okkur við en á aldrei að vera á lánum heimilanna eins og ég hef áður sagt. 

Til gamans, hvaða þjóðar telur þú þig til í dag því þú telur þig greinilega ekki Íslending og virðist skammast þín fyrir okkar hinna hönd.   

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 10.9.2011 kl. 12:24

3 identicon

Ég er ennþá Íslenskur ríkisborgari, þótt ég hafi búið erlendis í 22 ár. Ég var að hugsa um að fá mér tvöfaldann ríkisborgararétt í landinu sem ég bjó í þá,en "nennti" ekki að koma því í verk. Ég hef verið spurður (í enskri verslun þegar hrunið var) hvaðan ég væri og ég sagðist vera Svíi, því ég skammaðist mín fyrir að vera Íslendingur og ég er ekki einn um það, því miður. Ég flutti á sínum tíma, vegna ástandsins í landinu ( verðtryggingin var komin og hringavitleysan byrjuð)og sé ennþá eftir því að hafa ekki flutt löngu fyrr.

Það eru tvær krónutegundir á Íslandi - Óverðtryggð launakróna og verðtryggð láns - og verðlagskróna. Hvaða bull er í gangi? Þetta þekkist ekki neinstaðar í heiminum. Þegar Íslendingar hisjuðu upp um sig buxurnar og komu potta og pönnubyltinguni í verk, sællar minningar, hefur áskapast miklu verra ástand á Íslandi en fyrir byltingu. Forráðamenn Íslands eru aulabárðar sem hafa skaðað þjóðina ómælt um ókomna framtíð og þið kusuð skussana yfir ykkur ( ég segi YKKUR) og ég skammast mín mjög mikið fyrir ykkar hönd.

Íslendingar hafa aldrei og munu aldrei koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut af viti og þessvegna er ástandið í landinu eins og það er og mun verða, því miður. Kveðja frá suðurhöfum.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 18:06

4 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

V.Jóhannsson, ég get verið sammála þér að ef allt of mörg okkar hætta ekki að tala eins og þú gerir þá eigum við enga framtíð, þessvegna þurfum við algera hugarfarsbreytingu og ég segi aftur, við getum það ef við viljum.

Ég ætla allavega ekki að leggjast í kör og gefast upp eins og mér finnst þú hafa gert, því miður fyrir þig.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 10.9.2011 kl. 20:49

5 identicon

Vilhjálmur - Ég hef fylgst með Íslensku þjóðinni í öll ár og á afskaplega erfitt með að sjá jákvæða framtíð fyrir hinn almenna borgara. Allavega á meðan þið hafið ekkert val í Alþingiskosningum. Að kjósa þennann fávita í staðin fyrir hinn, leysir engin vandamál. Ástandið hefur margversnað á þessum 22 árum síðan við fluttum, sem segir allt um þjóðina. Eins og þú segir sjálfur, þá gætu Íslendingar lifað nokkuð góðu lífi í landinu, ef einhverjir hefðu vit til að stýra og stjórna því, en hvar eru þeir einstaklingar? Hvern myndir þú vilja sjá sem forsætisráðherra í dag? Ég mæli með útlending með vit.

Ég benti þér áðan á hugarfarsbreytinguna hjá Íslendingum, sem gerði illt varra. Það heitir ekki að leggjast í kör, að auðga líf sitt, bæði andlega og líkamlega með því að flytja til siðmenntaðs samfélags og upplifa mannsæmandi líf. Þegar ég flutti búferlum var ég afskaplega heimóttarlegur og illa upplýstur eins og álfur út úr hól, þótt fullorðin væri. Ég vissi akkúrat ekkert í minn haus um erlend samfélög. Hafði jú farið erlendis í sumarfrí, en það er allt önnur Gunna og auðgar engan. Gerir þú ráð fyrir að kvótakerfið, sem gengur í arf til afkomenda,verði aflagt, eða verður sami þjófnaður ástundaður af örfáum útvöldum? Telur þú að algjör hugarfarsbreyting geti átt sér stað hjá ráðamönnum, gagnvart verðtrygginguni? Ég geri ekki ráð fyrir að þú sérst ESB - sinni, en ef einhver þjóð þyrfti að fá kinnhest og það á báðar, til að læra að stýra og stjórna sjálfum sér,og fá mannsæmandi líf fyrir þjóðina, þá eru það Íslendingar og þá kinnhesta veitir EU fúslega. Basta.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband