Ætti fyrirsögnin ekki að vera: Leiðrétting fyrir heimilin upp á tugmilljarða

Það er skrítið að lesa þessa frétt finnst mér því hún fjallar um vesalings bankana og lífeyrissjóðina sem standa sennilega frammi fyrir því að þurfa að endurreikna stökkbreytta og innistæðulausa vísitöluhækkun heimilslánanna til baka og leiðrétta lán heimilanna fyrir þeirri gríðarlegu hækkun sem ólöglegar verðbætur höfuðstóls hafa lagt á heimili landsins og þá er ég ekki bara að tala um frá hruni heldur frá byrjun útreiknings vísitölunnar á þennan hátt sem mér skilst að hafi byrjað 2001.

Gefum okkur að það sé rétt að það hefði átt og mátt verðbæta hverja greiðslu fyrir sig frá upphafi sem hefði þítt að engum hefði dottið í hug að taka lán á Íslandi með þeirri greiðslubyrði sem því hefði fylgt, að sama skapi má segja að ef lántakar heimilslána hefðu getað séð á hvern hátt lánin mundu þróast með því að verðbæta höfuðstólinn frá lántöku t.d. fyrir 10 eða 20 árum þá hefðu þeir sennilega heldur aldrei tekið lánin hvort sem er.

Mín niðurstaða er því sú að með því að fela stökkbreytingu hækkunar hvers gjalddaga í stökkbreytingu höfuðstóls þá hafi fjármálakerfið og ríkisvaldinu tekist að slá riki í augu almennings og frestað um öll þessi ár því óumflýjanlega sem er að taka á óstjórn í ríkisfjármálum og að skipta krónunni út fyrir tengingu við annan gjaldmiðil og látið almenning í landinu borga brúsann á meðan bankarnir og lífeyrissjóðskerfið bólgnar út eins og púkinn á fjósbitanum og vill auðvitað ekki sleppa þessari sjálfvirku uppsprettu peninga sem þetta kerfi er og hefur verið þeim um allt of langan tíma.

Stöndum nú upp Íslendingar og krefjumst sanngjarnar og löglegrar leiðréttingar og förum fram á að fá hér fjármála og lánakerfi eins og tíðkast í þeim löndum sem við miðum okkur við. Lán til heimilskaupa eiga ekki að vera með vísitölubindingu heldur þurfa þau að vera með hámarki á vöxtum, t.d. 5 til 6 % sem mundi þíða að lánveitendur mundu hafa hag af því að hjálpa til við að halda verbólgu í skefjun í stað þess að hafa hag af því að stuðla að hærri verðbólgu sem skilar sér til þeirra í sjálfvirkri hækkun skulda heimilanna.  

Munum líka að það var sagt í upphafi að það væri bara vitleisa að erlendu lánin væru ólögleg þó bankar og fjármálafyrirtæki hefðu vitað það frá upphafi. Pössum okkur líka á því að láta ríkisvaldið ekki ná að dæma aftur lögbrjótunum í vil eins og þeir eru að reyna með gengisbundnu lánin.     

Vil taka fram að ér er "ekki fjárfestir" þó ég beri sama nafn og þekktur fjárfestir sem stamaði í Kastljósinu um daginn þegar hann sagðist vilja lifa með reisn af lífeyrinum sínum sem ég er ekki að sjá að hinn almenni borgari geti leyft sér að hugsa einu sinnu um.  


mbl.is Gætu þurft að afskrifa milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

EF þetta yrði dæmt ólöglegt, væri það þá ekki Seðlabankinn sem þyrfti að greiða allan mismuninn? Því fjármálastofnanirnar hafa reiknað þetta rétt samkvæmt lögum frá Seðlabankanum en lög Seðlabankans eru ekki í samræmi við landslög.

Gummi (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 12:08

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gummi: Það er ekki til neitt sem heitir lög fá Seðlabankanum, það er eingöngu Alþingi sem hefur sjálfstætt löggjafarvald. Reglugerðarheimildir Seðlabankans afmarkast af þeim lögum sem um hann gilda, hann hefur enga heimild til að setja reglur sem brjóta í bága við landslög. Fjármálafyrirtæki hljóta að bera ábyrgð á því sjálf að reikna út og innheimta vexti og verðbætur, það er jú það sem þau fá borgað fyrir að gera ekki satt?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2011 kl. 20:08

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við eigum lífeyrissjóðina og þá ætti að sameina í einn með einni yfirstjórn og lækka laun hennar um allt að 50%! Bankakerfið er allt of stórt og þungt í vöfum ásamt því að vera rekið á tveim kennitölum og gríðarleg laun eru borguð þar á bæ, hægt væri að fækka þessum stofnunum um allt að 70% og um leið afnema verðtryggingu allir græða á endanum því að þeir sem taka lánin verða að geta borgað annars er hagkerfið ekki að virka og engin getur lifað hvorki lífeyrissjóðir né bankar!

Sigurður Haraldsson, 20.8.2011 kl. 09:24

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll Guðmundur. Þakka þér fyrir góðar greinar um fjármálakerfið. Sem ég þó vissi nokkuð um enda fylgst með á undanförnum árum hvernig bandaríska kerfið funkerar.

Alþingi setur lögin en er það ekki Fjármálaeftirlitið sem bera ábyrgð á því að hafa eftirlit með því að vextir og verðbætur séu af bönkunum rétt reiknaðir út? Sem og þá Seðlabankans að sjá til þess að lögum um fjármál sé framfylgt?

Er ekki einmitt ástæða þess að þessi staða um vitlausan útreikning og það að bankarnir virðast haga sér eins og þeim sýnist,  sé komin upp vegna þess að ekki hefur verið eftirlit með að útreikningareglum hafi verið framfylgt?

Það þarf að ráðast á lögin um fjármál hjá löggjafarvaldinu til að gera breytingar á fjármálakerfinu. Er einhver alþingismaður tilbúinn til að setja í gang frumvarp um niðurfellinguna þegar að þessi tilsetta tala er náð í söfnuninni? Hversu sterkur vilji þjóðarinnar þarf til þess að breytingar á lögunum verði gerð?

Guðni Karl Harðarson, 20.8.2011 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband