Spurning hvort Gnarrinn mætti ekki bregða undir sig betri fætinum og taka nokkur skref fyrir fólkið í borginni sem kaus hann og líka hina

Að boða jákvæðni og virðingu til stjórnmálamanna er af hinu góða og líka að leyfa sér smá grín annað slagið, enda er Jón sjálfur einn af þessum stjórnmálamönnum og er sennilega að reyna að höfða til þess að þeir sýni honum til baka jákvæðni og virðingu, hvort það tekst verður tíminn að leiða í ljós. Mér finnst, í ljósi þess að hann hefur gaman af því að ganga, samanber Kúbustrákagönguna og gaypride göngu hans, að Jón mætti taka það upp hjá sjálfum sér að ganga nokkur skref í viðbót í fjöldagöngu sem hann mundi skipuleggja sjálfur til stuðnings fólkinu í borginni. Sem þessir sömu jákvæðnu og virðingarverðu stjórnmálamenn eru að leyfa bönkunum að arðræna og er ég þá að tala um þá samninga sem "hagsmunaaðilar" sömdu sín á milli um að heimilin ættu að borga um daginn. Eini gallinn var að þessir sömu jákvæðu og virðingarverðu stjórnmálamenn með aðstoð bankanna og lífeyrissjóðanna "gleymdu" að boða þann sem á að borga brúsann en senda honum samt reikninginn. Bara tillaga ef þetta er ekki of erfitt eða of kalt, hann er allavega með góða nefhlíf sýnist mér.
mbl.is Boðar jákvæðni og virðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband