Aðgerðar hvað. Það ætti frekar að segja aðgerðarleysisáætlunin.

Þetta er allt á sömu bókina lært, það er samið við "hagsmunaaðila" en hvergi sést í skuldarana sem eru nú beinir hagsmunaaðilar að þessu dæmi og Hagsmunasamtökum heimilanna er haldið utan við málið með pólitík og það ljótri. Talað er um að þetta hljómi upp á um 100 milljarða "afskriftir" fjármálastofnanna og ríkisins. Það er gert ráð fyrir að fara niður í 110 prósent veðsetningu, þannig að skuldarar standa eftir með 10 % yfirveðsetningu. Hver borgar þetta fyrir bankana því ekki gera þeir það sjálfir. Tökum dæmi: Tvær fjölskyldur keyptu sér sitt hvora íbúðina í sama húsinu 2007 á 25 milljónir. Önnur fjölskyldan tók 100 % lán og skuldar í dag um 33,2 milljónir. Hin fjölskyldan átti 10 milljónir og tók því 15 milljónir að láni og skuldar í dag um 20 milljónir. Gefum okkur að íbúðirnar kosti í dag um 20 milljónir og lánin hafi hækkað um c.a. 33 % samkvæmt verðtryggingu. Samkvæmt leið ríkisstjórnarinnar þá fær fyrri fjölskyldan sem tók 100 % lánið afskrifað niður í 110 % og skuldar því 22 milljónir og hefur engu tapað þó hún skuldi 2 milljónir umfram verðmæti. Hin fjölskyldan fær enga leiðréttingu, skuldar 20 milljónir og er búin að tapa þeim 10 milljónum sem hún lagði fram í upphafi þannig að hún er búin að borga fyrir leiðréttingu hins aðilans í þessu dæmi og gott betur. Þetta kostar ekkert fyrir bankana þegar verið er að færa lán í 110 % veðsetningu, veðsetningin var ónýt áður og ef þeim tekst að fá fólk til að borga af 110 % veðsetningu þá eru þeir að græða en ekki tapa því eðlilegt er að skuldari skuldi ekki meira en nemur verðmæti eignarinnar ef hann lagði eitthvað fram sjálfur í upphafi, ef bankinn lánaði honum 100 % í upphafi þá verður bankinn sjálfur að taka tapið af því. Það er enginn akkur í því fyrir neinn að skulda umfram verðmæti húsnæðisins síns og sinnar fjölskyldu.


mbl.is Hundrað milljarða aðgerðaáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta sagði Jóhanna: "Bla bla bla. Bla bla bla bla. Samræmdar aðgerðir. Bla bla bla. Almenn aðgerð. Bla bla bla. Mikilvægt samkomulag. Bla bla bla. Bla bla bla.

- - - -

Hversu margir milljarðar af þessum svokallaða björgunarhring hefði þurft að afskrifa hvort eða er? Það að Hagsmunasamtökum heimilanna er haldið utan við þetta segir allt sem segja þarf.

Guðmundur St Ragnarsson, 3.12.2010 kl. 16:57

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sumir eru fastir í svartnættisrausi og sjá aldrei neitt framundan... þessi er frábært dæmi um einn slíkann.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.12.2010 kl. 17:34

3 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Jón Ingi. Ætlaði að fara að biðja þig að skýra út fyrir mér hvar þú sérð ljósið í þessum "aðgerðarleysipakka" ríkisstjórnarinnar en datt þá í hug að athuga forsíðuna hjá þér og þá sá ég hvers vegna þú segist sjá ljós í þessu og það er í orðinu jafnaðarmaður og svo þarf maður ekki annað en skoða gamalt blogg hjá þér til að skilja málið. Virði þig þó fyrir að koma fram undir nafni og mynd, það er meira en hægt er að segja um marga þá sem skrifa með ríkisstjórninni í dag. Ef ég skammaðist mín svona mikið, eins og þeir aðilar sem þora ekki að koma fram undir nafni, fyrir það sem ég stend fyrir að ég mundi ekki þora að koma fram undir nafni þá mundi ég frekar hætta að blogga. Annars, eins og ég hef margoft sagt áður, þetta snýst ekki lengur um flokka eða stjórnmál, heldur um að þetta frábæra land okkar verði byggilegt áfram.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 4.12.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband