Fjarstæðukennt að Gylfi sé ennþá ráðherra

Það eina sem mér finnst vera fjarstæðukennt er að Gylfi sé ennþá ráðherra. Hann hefur eitthvað misskilið fyrir hverja hann er ráðherra því hann er greinilega bara ráðherra fyrir peningamaskínurnar, allavega hefur ekki heyrst múkk í honum um það þegar heimilin voru að fara á límingunum vegna þeirra svakalegu hækkana sem urðu á gengisbundnu lánunum við fall bankana og krónunnar í framhaldinu, sem nota bene var að völdum þessara sömu banka. Nú þurfa menn að standa saman og krefjast þess að íslensku vísitölulánin séu leiðrétt líka og má benda á þá leið sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt til í því sambandi. BURT MEÐ GYLFA OG ÞAÐ STRAX. Hann má taka Má seðlabankastjóra og reyndar þegar maður hugsar það alla ríkistjórnina með sér.  
mbl.is Fjarstæðukennd niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Situr þú á landsfundi Sjálfstæðisflokksins með fartölvuna fyrir framan þig ?

Níels A. Ársælsson., 25.6.2010 kl. 14:12

2 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Hvar situr þú Níels án þess að það skipti máli og hvaða máli skiptir það hvar ég sit, þó ég geti sagt þér að það er ekki þar sem þú heldur.  Ég sé ekki hvernig þú getur tengt það við sjálfstæðisflokkinn að ég sé óánægður með það að Gylfi komi fram og segi að bankarnir ráði ekki við leiðréttingu gengislána heimilanna. Ekki heyrðist múkk í honum þegar þetta var á hinn veginn, þ.e. heimilin voru að fara á hausinn, flytja úr landi eða þaðan af verra eins og dæmin sína. Þetta er akkurat vitleysan, menn eru að tengja það við einhvern stjórnmálaflokk í stað þess að tala um þetta af viti, skynsemi og með framtíð okkar allra að leiðarljósi. Ég tel að þú tengir mig við sjálfstæðisflokkinn vegna þess sem ég skrifaði um að Gylfi og reyndar öll stjórnin ætti að fara frá, en sú ósk er einfaldlega borin fram vegna þess að þau eru ekki að standa sig og alls ekki að vinna fyrir fólkið í landinu.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 25.6.2010 kl. 14:46

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Góður

Marinó G. Njálsson, 25.6.2010 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband