Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

þetta er rétt að byrja, því miður, en við getum snúið þessu við, ef við þorum.

Nú virðist það að byrja sem við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum verið að vara við undanfarin rúm tvö ár. Falinn framfærsluvandi fjölskyldnanna er að koma í ljós ásamt því að bankarnir eru að byrja að fara að alvöru í það að taka eignir af fólki sem hefur ekki getað eða viljað borga stökkbreytt lán sín og verið að bíða eftir "alvöru" aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem virðist endanlega hafa sofnað á verðinum sem margir höfðu þó von til að mundi ekki gerast.

Það er skömm af því hvað margir hér á landi þurfa að velja á milli þess að eiga fyrir mat eða eiga fyrir leigunni eða afborgunum lána húsnæðis fyrir fjölskylduna. Ég hef margoft, bæði í bloggi mínu og vinnu fyrir Hagsmunasamtök heimilanna þar sem ég er í stjórn, bent á að það er ekki bara skuldavandi sem almenningur á við að etja hér á landi heldur líka að launavandinn sé orðinn það mikill að það sé sívaxandi fjöldi fólks sem hefur ekki efni á að halda heimili með sómasamlegum hætti og þurfi að bjóða börnum sínum upp á eitthvað sem á ekki að þurfa að líðast í þjóðfélagi eins og okkar. Bendi ég t.d. á skrif Hörpu Njáls þessu til staðfestingar en hún hefur bæði verið sjálf og sem hluti af GET hóp Hagsmunasamtaka heimilanna fjallað um framfærslukostnað og fátækt á Íslandi. Höfum við bent á að gera þurfi raunframfærsluviðmið sem grunnlaun, tryggingar, bætur og atvinnuleysistryggingar yrðu miðaðar út frá. Það sem gert var hér fyrr á árinu og kallað var neysluviðmið var ekkert annað en mæling á neyslu en hafði ekkert með það að segja hvað kostar að lifa á Íslandi fyrir fjölskyldurnar. Til skýringa felst munurinn á útreiknuðum neysluviðmiðum og raunframfærsluviðmiðum í því að annars vegar er miðgildi raunneyslu mælt út frá fyrirliggjandi gögnum Hagstofu Íslands. Hins vegar er eðlileg raunframfærsla fundin út af sérfræðingum og er þá miðað við að skilgreina framfærsluþætti og þjónustu sem á að teljast fullnægjandi lýsing á hóflegri og eða eðlilegri framfærsluþörf fjölskyldu af tiltekinni stærð, á tilteknum stað og á tilteknum tíma. Út frá skilgreindum framfærsluþáttum sem teljast uppfylla eðlilega framfærsluþörf er fundinn raunframfærslukostnaður. Raunframfærslukostnaður og lágmarks framfærsluviðmið unnin út frá þeim hafa um margra ára skeið verið opinber á öðrum Norðurlöndum, svo sem Danmörku, Svíþjóð og Noregi og eru grunnlaun og annar framfærslukostnaður miðaður við það þannig að þeir sem eru með lægstu launin og lifa á bótum geta lifað nokkuð mannsæmandi lífi í þessum löndum sem er ekki hægt hér á landi.Að mínu mati er það ein mesta kjarabótin sem völ er á að aflétta verðtryggingunni af heimilum landsins og setja á sama tíma hámark á vexti húsnæðislána þannig að allir aðilar hafi hag að því að halda verðhækkunum í lágmarki og þar með verðbólgu sem verðtryggingin er afleiða af.

Ástandið á eftir að versna mikið ef við förum ekki að horfast í augu við vandann og gera það sem gera þarf og vil ég meina að það sé mikill dulinn vandi, t.d vegna þess að fjármálastofnanir skrái vandann ekki rétt og séu ekki að gefa upp réttar tölur um fjárhagsvanda heimilanna. Má í því sambandi minnast á að það eru ekki til samræmdar tölur um þann vanda sem þó er hægt að mæla og frumvarp sem gefur leyfi til samkeyslu gagn er kæft í nefnd þingsins. Þetta er ekkert annað en þöggun af verstu tegund sem kemur til með að bíta okkur illilega þegar hið rétta kemur í ljós og áhyggjur mínar og okkar í Hagsmunasamtökum heimilanna er að þá verði vandinn orðinn nánast óbærilegur fyrir allt of marga með öllu því slæma sem því fylgir. Komst þó að því innan hóps sem heitir Velferðavaktin og ég á sæti í fyrir Hagsmunasamtök heimilanna að það eru 68 % lána Íbúðalánasjóðs sem ekki er verið að borga af samkvæmt upprunalegum lánaskilmálum sem þýðir að það eru bara 32 % lána ÍLS sem verið er að borga af eins og upphaflega stóð til og samið var um og gefur það mér ástæðu til að ætla að ástandið sé ennþá verra hjá bönkunum því þeir lánuðu miklu hærri upphæðir vegna íbúðarlána auk þess að lána til endurfjármögnunar eftir miklar hækkanir sem sköpuðust vegna óhóflegra lána þeirra þar sem jafnvel var tekið inn í 40 ára húsnæðislán yfirdráttur og bílalán lántakans og honum svo boðinn nýr yfirdráttur og nýtt bílalán strax á eftir á meðan ÍLS lánaði bara til íbúðarkaupa og að hámarki 16 til 20 milljónir.

Hvet alla til að fara inn á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna, sem er heimilin.is og taka þátt í undirskriftarsöfnun okkar um áskorunar til stjórnvalda um afnám verðtryggingar á heimilslánum ásamt leiðréttingu stökkbreyttra verðtryggðra og gengislána með kröfu um þjóðarathvæðagreiðslu ef stjórnvöld hafa ekki dug í sér til að gera þetta af sjálsdáðum fyrir áramót.

Við getum komið okkar frábæra landi og þjóð út úr þessum vítahring ef við bara viljum og stöndum saman en til þess verðum við að nenna að allavega fara í tölvuna og skrá okkur í ofangreinda undirskriftarsöfnun.


mbl.is Hátt í 250 uppboð í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphafið að endalokum verðtryggingar heimilslána, RIP

Jæja, þá er komið að því, nú afhendum við undirskriftalistann um leiðréttingu lána heimilanna, bæði gengis og verðtryggðra ásamt kröfunni um afnám verðtryggingarinnar hinn 1. október fyrir framan alþingishúsið á Austurvelli. 

Það er spurning hvort menn þurfi ekki að æfa sig í því að standa upp úr sófanum fram að því, það er vont að vera fastur heima þegar sögulegur atburður gerist á Austurvelli. 

Mætum nú öll á þennan friðsamlegan fjöldafund en ekki vegna þess að Hagsmunasamtök heimilanna segja það heldur fyrir framtíð okkar og okkur sjálf, börnin okkar, ættingja, vini, félaga og framtíð Íslands


mbl.is Boða fjöldafund við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphafið að endanum að byrja ?

Nú virðist það að byrja sem við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum verið að vara við undanfarin rúm tvö ár. Falinn framfærsluvandi fjölskyldnanna er að koma í ljós ásamt því að bankarnir eru að byrja að fara að alvöru í það að taka eignir af fólki sem hefur ekki getað eða viljað borga stökkbreytt lán sín og verið að bíða eftir "alvöru" aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem virðist endanlega hafa sofnað á verðinum sem margir höfðu þó von til að mundi ekki gerast.

Það er skömm af því hvað margir hér á landi þurfa að velja á milli þess að eiga fyrir mat eða eiga fyrir leigunni eða afborgunum lána húsnæðis fyrir fjölskylduna. Ég hef margoft, bæði í bloggi mínu og vinnu fyrir Hagsmunasamtök heimilanna þar sem ég er í stjórn, bent á að það er ekki bara skuldavandi sem almenningur á við að etja hér á landi heldur líka að launavandinn sé orðinn það mikill að það sé sívaxandi fjöldi fólks sem hefur ekki efni á að halda heimili með sómasamlegum hætti og þurfi að bjóða börnum sínum upp á eitthvað sem á ekki að þurfa að líðast í þjóðfélagi eins og okkar. Bendi ég t.d. á skrif Hörpu Njáls þessu til staðfestingar en hún hefur bæði verið sjálf og sem hluti af GET hóp Hagsmunasamtaka heimilanna fjallað um framfærslukostnað og fátækt á Íslandi. Höfum við bent á að gera þurfi raunframfærsluviðmið sem grunnlaun, tryggingar, bætur og atvinnuleysistryggingar yrðu miðaðar út frá. Það sem gert var hér fyrr á árinu og kallað var neysluviðmið var ekkert annað en mæling á neyslu en hafði ekkert með það að segja hvað kostar að lifa á Íslandi fyrir fjölskyldurnar. Til skýringa felst munurinn á útreiknuðum neysluviðmiðum og raunframfærsluviðmiðum í því að annars vegar er miðgildi raunneyslu mælt út frá fyrirliggjandi gögnum Hagstofu Íslands. Hins vegar er eðlileg raunframfærsla fundin út af sérfræðingum og er þá miðað við að skilgreina framfærsluþætti og  þjónustu sem  á að teljast fullnægjandi lýsing á hóflegri og eða eðlilegri framfærsluþörf fjölskyldu af tiltekinni stærð, á tilteknum stað og á tilteknum tíma. Út frá skilgreindum framfærsluþáttum sem teljast uppfylla eðlilega framfærsluþörf er fundinn raunframfærslukostnaður. Raunframfærslukostnaður og lágmarks framfærsluviðmið unnin út frá þeim hafa um margra ára skeið verið opinber á öðrum Norðurlöndum, svo sem Danmörku, Svíþjóð og Noregi og eru grunnlaun og annar framfærslukostnaður miðaður við það þannig að þeir sem eru með lægstu launin og lifa á bótum geta lifað nokkuð mannsæmandi lífi í þessum löndum sem er ekki hægt hér á landi.Að mínu mati er það ein mesta kjarabótin sem völ er á að aflétta verðtryggingunni af heimilum landsins og setja á sama tíma hámark á vexti húsnæðislána þannig að allir aðilar hafi hag að því að halda verðhækkunum í lágmarki og þar með verðbólgu sem verðtryggingin er afleiða af.     

Ástandið á eftir að versna mikið ef við förum ekki að horfast í augu við vandann og gera það sem gera þarf og vil ég meina að það sé mikill dulinn vandi, t.d vegna þess að fjármálastofnanir skrái vandann ekki rétt og séu ekki að gefa upp réttar tölur um fjárhagsvanda heimilanna. Má í því sambandi minnast á að það eru ekki til samræmdar tölur um þann vanda sem þó er hægt að mæla og frumvarp sem gefur leyfi til samkeyslu gagn er kæft í nefnd þingsins.  Þetta er ekkert annað en þöggun af verstu tegund sem kemur til með að bíta okkur illilega þegar hið rétta kemur í ljós og áhyggjur mínar og okkar í Hagsmunasamtökum heimilanna er að þá verði vandinn orðinn nánast óbærilegur fyrir allt of marga með öllu því slæma sem því fylgir. Komst þó að því innan hóps sem heitir Velferðavaktin og ég á sæti í fyrir Hagsmunasamtök heimilanna að það eru 68 % lána Íbúðalánasjóðs sem ekki er verið að borga af samkvæmt upprunalegum lánaskilmálum sem þýðir að það eru bara 32 % lána ÍLS sem verið er að borga af eins og upphaflega stóð til og samið var um og gefur það mér ástæðu til að ætla að ástandið sé ennþá verra hjá bönkunum því þeir lánuðu miklu hærri upphæðir vegna íbúðarlána auk þess að lána til endurfjármögnunar eftir miklar hækkanir sem sköpuðust vegna óhóflegra lána þeirra þar sem jafnvel var tekið inn í 40 ára húsnæðislán yfirdráttur og bílalán lántakans og honum svo boðinn nýr yfirdráttur og nýtt bílalán strax á eftir á meðan ÍLS lánaði bara til íbúðarkaupa og að hámarki 16 til 20 milljónir. 

Hvet alla til að fara inn á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna, sem er heimilin.is og taka þátt í undirskriftarsöfnun okkar um áskorunar til stjórnvalda um afnám verðtryggingar á heimilslánum ásamt leiðréttingu stökkbreyttra verðtryggðra og gengislána með kröfu um þjóðarathvæðagreiðslu ef stjórnvöld hafa ekki dug í sér til að gera þetta af sjálsdáðum fyrir áramót.

Við getum komið okkar frábæra landi og þjóð út úr þessum vítahring ef við bara viljum og stöndum saman en til þess verðum við að nenna að allavega fara í tölvuna og skrá okkur í ofangreinda undirskriftarsöfnun.


mbl.is Hrina uppboða í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk stjórnvöld leyfa bönkunum að höfða mál gegn almenningi og taka eigur fólks

Á meðan íslensk stjórnvöld leyfa bönkunum að taka allt sem hægt er að taka af íslenskum almenningi þá virðist nú eitthvað vera að rofa til hjá bandarískum stjórnvöldum og þau eru farin að ráðast að rót vandans og upptökunum sem voru hjá bönkunum sem versluðu með svokölluð undirmálsbréf eins og þau væru fullgildir pappírar vitandi það að svo var ekki.

Það er stofnun á vegur bandaríska ríkissins, sem heitir Federal housing finance agency og var stofnuð í kjölfar bankahrunsins og yfirtók meðal annars stærstu húsnæðislánasjóðina í USA, Freddy Mac og Fanny Mae, sem er að kæra þessa banka, bæði bandaríska og alþjóðlega en þessi stofnun á að fylgjast með regluverki og lögum um húsnæðismál. Þetta mál getur haft gífurleg áhrif í USA því þeir virðast vera að gera ráð fyrir saknæmum gerningum bankanna og stjórnenda þeirra og þá í framhaldinu að fá bætur frá bönkunum og tryggingarfélögum þeirra og ef það næst fram þá hefur þetta mál einnig gífurleg áhrif á alla banka og allt hagkerfi heimsins og leiddar eru líkur að því að lækkanir á mörkuðum undanfarið séu vegna þessa máls. 

Það vantar tilfinnanlega einhverja vilja hjá stjórnvöldum til að setja á stofn stofnun hér á landi sem hefur vald til að skoða ofan í grunninn hvernig bankarnir unnu gegn krónunni á skipulagðan hátt og einnig gegn íslenskun heimilum með því að valda gengisfalli krónunnar sem aftur hækkaði öll svokölluð erlend lán um helming og hækkaði einnig íslensk verðtryggð lán um hundruð milljarða með hækkun verðbólgunnar sem hækkaði verðtrygginguna sem aftur hækkaði lánin. 

Hvenær getum við Íslendingar búist við því að farið verði að fjalla um þessi lánamál okkar á réttum grundvelli og að þeir sem hruninu ollu verði látnir svara til saka og þá í leiðinni farið að taka á réttan hátt á skuldum heimilanna, t.d með þeirri leið sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa bent á og sjá má á heimilin.is http://sign.heimilin.is/ 


mbl.is Höfðar mál gegn bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landráð og það ekki í fyrsta skiptið.

Það er ekkert annað en landráð þegar forsætisráðherra, eða frú, beitir sér gegn eigin þjóð til að bjarga fjármálageiranum sem er að meginhluta í eigu erlendra aðila og þar að auki vogunarsjóða og annara sem hafa verið að leika sér að því að ræna okkur í gegnum eignarhald á kröfum sem þeir keyptu á hrakvirði í hruninu. Ef skammsýnin er það mikil að hún nær ekki út fyrir Íbúðalánasjóð, eins og mér þykir þó vænt um þann sjóð og vill honum allt hið besta, þá er ekki nema von að svona sé komið fyrir Íslendingum í dag. 
  
Landráð eru útskýrð svona í Íslenskri orðabók Eddu: Brot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis út á við eða inn á við. Annað orð yfir landráð er föðurlandssvik.
Í tíunda kafla almennra hegningarlaga er fjallað um landráð og viðurlög við þeim. Þar segir meðal annars í 91. grein: Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum. 
 Mér þykir þetta vera borðleggjandi, hvað finnst þér.

mbl.is Jóhanna vildi ekki afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðið útreikning hjá þeim sem selur eftir 10 ár en er með 40 ára lán, þar er mikill munur

Kvörtun Hagsmunasamtaka heimilanna gekk út á að það væri ekki lagaheimild fyrir reglugerð Seðlabankans en ekkert kemur fram í svari þeirra sem svarar þeirri grundvallarspurningu.
Seðlabankinn segir að það skipti engu máli með hvor útreikningurinn er notaður en þeir sýna ekki fram á, eins og spurningin var, hvaða lögum þeir fara eftir. Að halda því fram að það skipti engu máli hvor útreikningurinn er notaður er beinlínis rangt og er ótrúlegt að Seðlabankinn af öllum sjái það ekki, er viss um að hann sá það og veit en kýs að kasta ryki í augu almennings.
Flest lán til húsnæðiskaupa eru til 40 ára en það eru mjög fá sem lifa allan sinn líftíma, gefum okkur að meðallíftíminn sé 10 ár og þá væri gaman að fá útreikning Seðlabankans á muninum á því hvernig hvor aðili fyrir sig stendur, t.d. við sölu á íbúð sinni eftir 10 ár, er viss um að sá munur á eftir að koma mörgum á óvart.
Hvor ætli standi betur á þeim tímamótum, þ.e. eftir 10 ár, sá sem er búinn að staðgreiða verðbæturnar eins og lögin segja eða sá sem var látinn hlaða verðbótunum á höfuðstólinn eins og ólögleg reglugerð Seðlabankans gerir ráð fyrir.
Þar fyrir utan vil ég meina að verðtrygging heimilislána sé ólögleg í hvaða mynd sem er vegna ógagnsæis og einnig samkvæmt þeim lögum sem við höfum gengist undir með EES samningi okkar við Evrópusambandið eins og kvörtun okkar í Hagsmunasamtökun heimilanna til ESA dómstólsins gengur út á.
mbl.is Telur lagastoð fyrir útreikningi verðbóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félagslegar aðgerðir = niðurgreidd leiga, hver á að borga niðurgreiðsluna

Væri ekki nær að laga aðstæður okkar Íslendinga að því sem hinar Norðurlandaþjóðirnar eru vanar og afnema verðtryggingu heimilslána sem skilar sér beint í lækkun leiguverðs og að leiga sé ekki bundin hækkun neysluverðsvísitölu eins og núna er.

Leigumarkaðurinn er og verður alltaf beintengdur sölumarkaðinum og verði íbúða nema einhver sé tilbúinn til að niðurgreiða leigu og þá er miklu betra að kalla það sínum réttu nöfnum og segja strax hverjir eiga að borga þá niðurgreiðslu á leigu sem felst í setningunni "félagslegar aðgerðir í húsnæðismálum"

Það segir sig sjálft að það er og verður enn meiri tilfinnanleg vöntun á íbúðum þegar sölumarkaðurinn fer aftur af stað af alvöru og þeir þrír til fjórir árgangar sem hafa setið heima fara af stað, það sést best á hinni miklu hækkun sem orðin er á leiguhúsnæði sem skýrist af miklu leiti af sárri vöntun á íbúðum til leigu sem þýðir að sama skapi sára vöntun á íbúðum á sölumarkaðinum þegar þar að kemur.

Það sem ég hef miklar áhyggjur af er sú hækkun á verði íbúða sem fyrirliggjandi er vegna vöntunar á húsnæði og þeirri staðreynd að byggingarkostnaður á fermeter í blokk í nýju úthverfi er kominn í yfir 300.000 kr fm á meðan verið er að selja íbúðir á 180.000 til 240.000 kr fermetrann í dag að meðaltali þó ég geri mér grein fyrir að það eru bæði til lægri og hærri sölutölur en þetta.

Það er viðbúið að enginn byggingaaðili fari af stað að byggja nýjar íbúðir fyrr en fyrirséð er að hann fái byggingarkostnaðinn til baka sem þýðir að mínu mati að byggingamarkaðurinn fer ekki af stað fyrr en þörfin og vöntunin á nýju húsnæði er orðin það mikil að þeir geti selt fermetrann á framleiðsluverði plús eðlileg framlegð byggingafyrirtækissins.

Það þýðir þá líka að leiguverð hækkar ennþá meira því þeir sem eiga íbúðir og eru tilbúnir til að leigja þær hljóta að vilja og þurfa að fá kostnað sinn við að eiga íbúðina sem þeir leigja út til baka í leiguverðinu og komast upp með það sem aldrei núna þegar vöntunin á íbúðum er þetta mikil þó segja megi að leiga hafi ekki staðið undir kostnaði við að eiga íbúðir hér á landi lengst af þó leigendum finnist alltaf leiga of há á hverjum tíma.

Gefum okkur að Jói eigi eina 20 milljón króna íbúð á annari hæð vinstra megin að Skálkaskjóli 4 og Siggi eigi hina íbúðina á sömu hæð sem er alveg eins og Jóa íbúð og líka 20 milljóna virði, gefum okkur líka að þeir skuldi allt kaupverðið eftir að verðtryggingin át upp eigið fé þeirra.        

Jói býr sjálfur í sinni íbúð og kostar það hann 100.000 krónur í afborganir lána, hússjóðurinn er 10.000 kr og fasteignagjöldin 10.000 kr, allar tölur á mánaðarbasis og þá kostar það Jóa 120.000 kr á mánuði að reka íbúðina sína. 

Siggi er fluttur til Noregs þar sem hann missti vinnuna á Íslandi en hann leigir íbúðina sína út og nú skulum við finna út hvað hann þarf að leigja íbúðina á mikið til að standa undir kostnaði við að eiga hana. Hann þarf að hafa 100.000 fyrir afborgunum lána eins og Jói, hann þarf líka 10.000 kr í hússjóð og 10.000 kr í fasteignagjöld eins og Jói en þá er komið að því sem Siggi þarf aukalega til að koma ekki út í skuld með dæmið og þurfi að borga með íbúðinni. Hann þarf að hafa fyrir skemmdum og sliti því ef hann ætlar að hafa íbúðina í leigu þarf hann að hafa hana í góðu ástandi, hann þarf að hafa fyrir áhættunni sem því fylgir að hafa leigjanda sem getur t.d. falist í skemmdum sem tryggingarfé nær ekki að bæta og líka því að hann getur verið óheppinn með leigjanda sem borgar ekki leiguna og neitar að fara úr íbúðinni þannig að hann þarf að leggja út í lögfræðikostnað fyrir utan tapaða leigu á meðan á útburði stendur og jafnvel að þurfa að borga hita og rafmagn íbúðarinnar á meðan, þar ofan á þarf Siggi að borga skatt sem er 18 % af 70 % leiguverðsins skilst mér. Ef um leigufyrirtæki væri að ræða í þessu tilviki þá þyrftum við líka að reikna með framlegð fyrirtækissins sem mundi að öllu jöfnu vera um 10 til 20 prósent en ég tek það ekki inn í þennan pakka hér.  

Dæmið hjá Sigga þyrfti að líta einhvern veginn svona út í hverjum mánuði ef hann á ekki að tapa á því að leigja út íbúðina sína: Afborgun lána 100.000 kr. Hússjóður 10.000 kr. Fasteignagjöld 10.000 kr. Skemmdir og slit 20.000 kr. Áhætta af leigu 20.000 kr. Skattur 20.000 kr. Samtals þarf því Siggi að leigja íbúðina sína út á 180.000 kr til að hún standi undir sér og hann tapi ekki á henni, ef leigufélag ætti þessa íbúð má áætla að leiguverðið þyrfti að vera um eða yfir 220.000 kr á mánuði.

Samanburðurinn á því að eiga og leigja er það sem ég er að benda á í þessu dæmi mínu því á meðan Jói býr í sinni 20.000.000 kr íbúð fyrir 120.000 kr á mánuði vegna þess að hann er ekki með neina áhættu vegna þess að hann er sjálfur í íbúðinni og ræður sjálfur hvenær hann fer í viðgerðir og viðhald þá þarf leigjandinn hans Sigga að borga 180.000 kr á mánuði fyrir að leigja þá íbúð og á samt alltaf á hættu að Siggi ákveði að selja íbúðina eða segja leigusamningnum upp vegna þess að hann er að koma heim frá Noregi eða búinn að fá hærra tilboð í leiguna.

Þessi langloka mín hér fyrir ofan er sett fram til að sína fram á að það ætti að vera sjálfsagt mál að hjálpa fólki að kaupa sína fyrstu íbúð í stað þess að það sé á leigumarkaðinum og sýnir líka fram á að það er ekkert óeðlilegt að hjálpa fólki með sína fyrstu íbúð þó lánað sé fyrir allt að 95 til 100 % af kaupverði og finnst mér eðlilegast að Íbúðalánasjóður sjái um þennan lánaflokk þó ræða megi útfærslu á þeim leiðum sem Pétur er að leggja til hér.

 

Auðvitað þarf að afnema verðtryggingu húsnæðislána á Íslandi áður en hægt er að ráðleggja nokkrum manni að fjárfesta í húsnæði nema eiga nánast fyrir því öllu við kaup en það er náttúrulega ekki raunin með það unga fólk sem við erum að tala um hér, það á ekkert en stendur frammi fyrir því að vera að stofna fjölskyldu og þarf að vega og meta þá kosti sem standa til boða sem eru að leigja eða kaupa en á meðan verðtrygging er við líði á húsnæðislánum heimilanna þá eru aðvitað bæði lán til húsnæðiskaupa og leiga bundin hækkun vísitölunnar sem er óásættanlegt og þarf að komast í samt horf og í þeim löndum sem við miðum okkur alla jafna við, þ.e. hin norðurlöndin og þá kemst líka leigumarkaðurinn í sama stand og á hinum norðurlöndunum sjálfkrafa.

Hvet alla til að fara inn á heimilin.is sem er síða Hagsmunasamtaka heimilanna og skrá sig í samtökin og undirrita líka um leið kröfu á stjórnvöld til leiðréttingar stökkbreyst höfuðstóls lána heimilanna og afnáms vísitölubyndingar lána til heimilanna. 


mbl.is Vilja aðgerðir í húsnæðismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef lagaheimildir væru fyrir hendi væri búið að svara, með skætingi

Mér finnst eins og menn séu ekki alveg að átta sig á alvarleika þessa máls eða þá að menn eru svo hissa á að þeir trúi því bara ekki að aftur séu stjórnvöld tekin í bólinu og hafi látið ólöglega gerninga bankastofnana ganga í 10 ár en þó í þetta skiptið með reglugerð frá Seðlabankanum sem segir að verðbæta megi höfuðstól heimilslána á meðan lögin gera "bara" ráð fyrir að það megi verðbæta hverja greiðslu fyrir sig.ðu haft

Ef lagaheimildir væru fyrir hendi og Hagsmunasamtök heimilanna og umboðsmaður Alþingis líka eftir ábendingu og kvörtun HH hefðu rangt fyrir sér hefði Seðlabankinn verið búinn að svara þessari fyrirspurn og það með öllum þeim hroka sem þeir eiga og eiga þeir þó nóg af honum.

Hef eftir áræðanlegum heimildum að neyðarfundir hafi verið haldnir í Seðlabankanum, bönkunum, Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum vegna þessa máls vegna þess að þetta hefur gífurleg áhrif á allt hagkerfið sem sennilega þarf að endurstilla í framhaldinu. Heyrði líka af minnsta kosti einni stofnun þar sem þetta hefur mikil áhrif sem var búinn að láta sína lögfræðinga skoða málið og var það samdóma álit þeirra að Hagsmunasamtök heimilanna hefðu rétt fyrir sér og það væri búið að vinna eftir ólöglegri reglugerð Seðlabankans öll þessi ár og þeir vissu ekki hvernig ætti að vinda ofan af dæminu, það væri eiginlega óframkvæmanlegt að þeirra mati. Bendi ég þeim hinum sömu hér með á að fara inn á heimilin.is heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna þar sem við erum búin að setja fram nokkrar leiðir sem við teljum færar út úr þessum ógöngum sem Seðlabankinn, stjórnvöld seinustu tíu ára og fjármálastofnanir eru búin að koma okkur þegnum þessa lands í.    

Það er svo skrítið með það að allt of oft er eins og það sé einhver vorkun með bönkunum og fjármálakerfinu og nánast fjallað um vesalings bankana og lífeyrissjóðina sem standa sennilega frammi fyrir því að þurfa að endurreikna stökkbreytta og innistæðulausa vísitöluhækkun heimilslánanna til baka og leiðrétta lán heimilanna fyrir þeirri gríðarlegu hækkun sem ólöglegar verðbætur höfuðstóls hafa lagt á heimili landsins og þá er ég ekki bara að tala um frá hruni heldur frá byrjun útreiknings vísitölunnar á þennan hátt sem mér skilst að hafi byrjað 2001.

Hvernig er með heimilin sem eru að fara á hausinn hvert á fætur öðru og er að mínu viti mikil fjölgun framundan á fjölda þeirra heimila sem komast í þrot ef ekkert verður að gert vegna þess að þau eru búin að nota alla þá peninga sem hægt er að finna til að borga af stökkbreyttum lánunum sínum vegna vonar um að eitthvað mundi vera að gert og hafa notað til þess allan séreignarlífeyrissparnaðinn sinn, selt allt sem hægt er að selja, aukabíla, sumarbústaði og annað verðmætt sem búið var að safna á löngum tíma til að nota sem hluta af lífeyri efri ára, nú er allt að verða uppurið og alvaran farin að blasa við allt of mörgum heimilum.

Gefum okkur að það sé rétt að það hefði átt og mátt verðbæta hverja greiðslu fyrir sig frá upphafi sem hefði þítt að engum hefði dottið í hug að taka lán á Íslandi með þeirri greiðslubyrði sem því hefði fylgt, að sama skapi má segja að ef lántakar heimilslána hefðu getað séð á hvern hátt lánin mundu þróast með því að verðbæta höfuðstólinn frá lántöku t.d. fyrir 10 eða 20 árum þá hefðu þeir sennilega heldur aldrei tekið lánin hvort sem er.

Mín niðurstaða er því sú að með því að fela stökkbreytingu hækkunar hvers gjalddaga í stökkbreytingu höfuðstóls þá hafi fjármálakerfið og ríkisvaldinu tekist að slá ryki í augu almennings og frestað um öll þessi ár því óumflýjanlega sem er að taka á óstjórn í ríkisfjármálum og að skipta krónunni út fyrir tengingu við annan gjaldmiðil og látið almenning í landinu borga brúsann á meðan bankarnir og lífeyrissjóðskerfið bólgnar út eins og púkinn á fjósbitanum og vill auðvitað ekki sleppa þessari sjálfvirku uppsprettu peninga sem þetta kerfi er og hefur verið þeim um allt of langan tíma.

Stöndum nú upp Íslendingar og krefjumst sanngjarnar og löglegrar leiðréttingar og förum fram á að fá hér fjármála og lánakerfi eins og tíðkast í þeim löndum sem við miðum okkur við. Lán til heimilskaupa eiga ekki að vera með vísitölubindingu heldur þurfa þau að vera með hámarki á vöxtum, t.d. 5 til 6 % sem mundi þíða að lánveitendur mundu hafa hag af því að hjálpa til við að halda verbólgu í skefjun í stað þess að hafa hag af því að stuðla að hærri verðbólgu sem skilar sér til þeirra í sjálfvirkri hækkun skulda heimilanna.  

Munum líka að það var sagt í upphafi að það væri bara vitleisa að erlendu lánin væru ólögleg þó bankar og fjármálafyrirtæki hefðu vitað það frá upphafi. Pössum okkur líka á því að láta ríkisvaldið ekki ná að dæma aftur lögbrjótunum í vil eins og þeir eru að reyna með gengisbundnu lánin.     

Vil taka fram að ér er "ekki fjárfestir" þó ég beri sama nafn og þekktur fjárfestir sem stamaði í Kastljósinu um daginn þegar hann sagðist vilja lifa með reisn af lífeyrinum sínum sem ég er ekki að sjá að hinn almenni borgari geti leyft sér að hugsa einu sinnu um.  


mbl.is Seðlabankinn svarar á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsjánleg vöntun á íbúðum og hækkun þeirra í pípunum, bæði söluverðs og leigu

Það segir sig sjálft að það er og verður enn meiri tilfinnanleg vöntun á íbúðum þegar sölumarkaðurinn fer aftur af stað af alvöru og þeir þrír til fjórir árgangar sem hafa setið heima fara af stað, það sést best á hinni miklu hækkun sem orðin er á leiguhúsnæði sem skýrist af miklu leiti af sárri vöntun á íbúðum til leigu sem þýðir að sama skapi sára vöntun á íbúðum á sölumarkaðinum þegar þar að kemur.

Það sem ég hef miklar áhyggjur af er sú hækkun á verði íbúða sem fyrirliggjandi er vegna vöntunar á húsnæði og þeirri staðreynd að byggingarkostnaður á fermeter í blokk í nýju úthverfi er kominn í yfir 300.000 kr fm á meðan verið er að selja íbúðir á 180.000 til 240.000 kr fermetrann í dag að meðaltali þó ég geri mér grein fyrir að það eru bæði til lægri og hærri sölutölur en þetta.

Það er viðbúið að enginn byggingaaðili fari af stað að byggja nýjar íbúðir fyrr en fyrirséð er að hann fái byggingarkostnaðinn til baka sem þýðir að mínu mati að byggingamarkaðurinn fer ekki af stað fyrr en þörfin og vöntunin á nýju húsnæði er orðin það mikil að þeir geti selt fermetrann á framleiðsluverði plús eðlileg framlegð byggingafyrirtækissins.

Það þýðir þá líka að leiguverð hækkar ennþá meira því þeir sem eiga íbúðir og eru tilbúnir til að leigja þær hljóta að vilja og þurfa að fá kostnað sinn við að eiga íbúðina sem þeir leigja út til baka í leiguverðinu og komast upp með það sem aldrei núna þegar vöntunin á íbúðum er þetta mikil þó segja megi að leiga hafi ekki staðið undir kostnaði við að eiga íbúðir hér á landi lengst af þó leigendum finnist alltaf leiga of há á hverjum tíma.

Gefum okkur að Jói eigi eina 20 milljón króna íbúð á annari hæð vinstra megin að Skálkaskjóli 4 og Siggi eigi hina íbúðina á sömu hæð sem er alveg eins og Jóa íbúð og líka 20 milljóna virði, gefum okkur líka að þeir skuldi allt kaupverðið eftir að verðtryggingin át upp eigið fé þeirra.        

Jói býr sjálfur í sinni íbúð og kostar það hann 100.000 krónur í afborganir lána, hússjóðurinn er 10.000 kr og fasteignagjöldin 10.000 kr, allar tölur á mánaðarbasis og þá kostar það Jóa 120.000 kr á mánuði að reka íbúðina sína. 

Siggi er fluttur til Noregs þar sem hann missti vinnuna á Íslandi en hann leigir íbúðina sína út og nú skulum við finna út hvað hann þarf að leigja íbúðina á mikið til að standa undir kostnaði við að eiga hana. Hann þarf að hafa 100.000 fyrir afborgunum lána eins og Jói, hann þarf líka 10.000 kr í hússjóð og 10.000 kr í fasteignagjöld eins og Jói en þá er komið að því sem Siggi þarf aukalega til að koma ekki út í skuld með dæmið og þurfi að borga með íbúðinni. Hann þarf að hafa fyrir skemmdum og sliti því ef hann ætlar að hafa íbúðina í leigu þarf hann að hafa hana í góðu ástandi, hann þarf að hafa fyrir áhættunni sem því fylgir að hafa leigjanda sem getur t.d. falist í skemmdum sem tryggingarfé nær ekki að bæta og líka því að hann getur verið óheppinn með leigjanda sem borgar ekki leiguna og neitar að fara úr íbúðinni þannig að hann þarf að leggja út í lögfræðikostnað fyrir utan tapaða leigu á meðan á útburði stendur og jafnvel að þurfa að borga hita og rafmagn íbúðarinnar á meðan, þar ofan á þarf Siggi að borga skatt sem er 18 % af 70 % leiguverðsins skilst mér. Ef um leigufyrirtæki væri að ræða í þessu tilviki þá þyrftum við líka að reikna með framlegð fyrirtækissins sem mundi að öllu jöfnu vera um 10 til 20 prósent en ég tek það ekki inn í þennan pakka hér.  

Dæmið hjá Sigga þyrfti að líta einhvern veginn svona út í hverjum mánuði ef hann á ekki að tapa á því að leigja út íbúðina sína: Afborgun lána 100.000 kr. Hússjóður 10.000 kr. Fasteignagjöld 10.000 kr. Skemmdir og slit 20.000 kr. Áhætta af leigu 20.000 kr. Skattur 20.000 kr. Samtals þarf því Siggi að leigja íbúðina sína út á 180.000 kr til að hún standi undir sér og hann tapi ekki á henni, ef leigufélag ætti þessa íbúð má áætla að leiguverðið þyrfti að vera um eða yfir 220.000 kr á mánuði.

Samanburðurinn á því að eiga og leigja er það sem ég er að benda á í þessu dæmi mínu því á meðan Jói býr í sinni 20.000.000 kr íbúð fyrir 120.000 kr á mánuði vegna þess að hann er ekki með neina áhættu vegna þess að hann er sjálfur í íbúðinni og ræður sjálfur hvenær hann fer í viðgerðir og viðhald þá þarf leigjandinn hans Sigga að borga 180.000 kr á mánuði fyrir að leigja þá íbúð og á samt alltaf á hættu að Siggi ákveði að selja íbúðina eða segja leigusamningnum upp vegna þess að hann er að koma heim frá Noregi eða búinn að fá hærra tilboð í leiguna.

Þessi langloka mín hér fyrir ofan er sett fram til að sína fram á að það ætti að vera sjálfsagt mál að hjálpa fólki að kaupa sína fyrstu íbúð í stað þess að það sé á leigumarkaðinum og sýnir líka fram á að það er ekkert óeðlilegt að hjálpa fólki með sína fyrstu íbúð þó lánað sé fyrir allt að 95 til 100 % af kaupverði og finnst mér eðlilegast að Íbúðalánasjóður sjái um þennan lánaflokk þó ræða megi útfærslu á þeim leiðum sem Pétur er að leggja til hér.

 


mbl.is Hjálpi ungu fólki að kaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skaffa fjölskyldunni eða borga leigu eða lán húsnæðis

Það er skömm af því hvað margir hér á landi þurfa að velja á milli þess að eiga fyrir mat eða eiga fyrir leigunni eða afborgunum lána húsnæðis fyrir fjölskylduna. Ég hef margoft, bæði í bloggi mínu og vinnu fyrir Hagsmunasamtök heimilanna þar sem ég er í stjórn, bent á að það er ekki bara skuldavandi sem almenningur á við að etja hér á landi heldur líka að launavandinn sé orðinn það mikill að það sé sívaxandi fjöldi fólks sem hefur ekki efni á að halda heimili með sómasamlegum hætti og þurfi að bjóða börnum sínum upp á eitthvað sem á ekki að þurfa að líðast í þjóðfélagi eins og okkar. Bendi ég t.d. á skrif Hörpu Njáls þessu til staðfestingar en hún hefur bæði verið sjálf og sem hluti af GET hóp Hagsmunasamtaka heimilanna fjallað um framfærslukostnað og fátækt á Íslandi. Höfum við bent á að gera þurfi raunframfærsluviðmið sem grunnlaun, tryggingar, bætur og atvinnuleysistryggingar yrðu miðaðar út frá. Það sem gert var hér fyrr á árinu og kallað var neysluviðmið var ekkert annað en mæling á neyslu en hafði ekkert með það að segja hvað kostar að lifa á Íslandi fyrir fjölskyldurnar. Til skýringa felst munurinn á útreiknuðum neysluviðmiðum og raunframfærsluviðmiðum í því að annars vegar er miðgildi raunneyslu mælt út frá fyrirliggjandi gögnum Hagstofu Íslands. Hins vegar er eðlileg raunframfærsla fundin út af sérfræðingum og er þá miðað við að skilgreina framfærsluþætti og  þjónustu sem  á að teljast fullnægjandi lýsing á hóflegri og eða eðlilegri framfærsluþörf fjölskyldu af tiltekinni stærð, á tilteknum stað og á tilteknum tíma. Út frá skilgreindum framfærsluþáttum sem teljast uppfylla eðlilega framfærsluþörf er fundinn raunframfærslukostnaður. Raunframfærslukostnaður og lágmarks framfærsluviðmið unnin út frá þeim hafa um margra ára skeið verið opinber á öðrum Norðurlöndum, svo sem Danmörku, Svíþjóð og Noregi og eru grunnlaun og annar framfærslukostnaður miðaður við það þannig að þeir sem eru með lægstu launin og lifa á bótum geta lifað nokkuð mannsæmandi lífi í þessum löndum sem er ekki hægt hér á landi.Að mínu mati er það ein mesta kjarabótin sem völ er á að aflétta verðtryggingunni af heimilum landsins og setja á sama tíma hámark á vexti húsnæðislána þannig að allir aðilar hafi hag að því að halda verðhækkunum í lágmarki og þar með verðbólgu sem verðtryggingin er afleiða af.     Ástandið á eftir að versna mikið ef við förum ekki að horfast í augu við vandann og gera það sem gera þarf og vil ég meina að það sé mikill dulinn vandi, t.d vegna þess að fjármálastofnanir skrái vandann ekki rétt og séu ekki að gefa upp réttar tölur um fjárhagsvanda heimilanna. Má í því sambandi minnast á að það eru ekki til samræmdar tölur um þann vanda sem þó er hægt að mæla og frumvarp sem gefur leyfi til samkeyslu gagn er kæft í nefnd þingsins.  Þetta er ekkert annað en þöggun af verstu tegund sem kemur til með að bíta okkur illilega þegar hið rétta kemur í ljós og áhyggjur mínar og okkar í Hagsmunasamtökum heimilanna er að þá verði vandinn orðinn nánast óbærilegur fyrir allt of marga með öllu því slæma sem því fylgir.   Hvet alla til að fara inn á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna, sem er heimilin.is og taka þátt í undirskriftarsöfnun okkar um áskorunar til stjórnvalda um leiðréttingu stökkbreyttra verðtryggðra og gengislána með kröfu um þjóðarathvæðagreiðslu ef stjórnvöld hafa ekki dug í sér til að gera þetta af sjálsdáðum.


mbl.is „Það er ekkert eftir til að ná endum saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband